Sarpur | 19:40

Flugdólgur

13 Mar

Varúð, það sem eftir kemur er einungis nöldur og ekkert merkilegt, þeir sem ekki nenna að lesa takið þetta: http://kevan.org/johari?name=valgerdurg
Ég fæ ekki innilokunarkennd í of þröngum vettlingum eins og Freyja en sjitt hvað ég get fengið mikla innilokunarkennd í flugvélum og lestum. Ferðin heim í nótt var sérstaklega erfið því í fyrsta lagi var lesljósið bilað, í öðru lagi sat ég í gluggasæti við hlið sofandi armrest-frekju, í þriðja lagi sat ég fyrir aftan konu (sem ég hélt að væri karl og sagði sir við en sem betur fer heyrði hún það ekki) sem hallaði sér aftur ALLA FOKKINGS FERÐINA og í fjórða og versta lagi þá gat ég ekki hallað mínu sæti aftur til að vinna á móti sir kellingu fyrir framan. Ég verð mjög mjög ofbeldishneigð í svona aðstæðum og var byrjuð að sparka laumulega í sætið hjá sir kellingu sem virtist ekkert haggast! Er ég orðinn flugdólgur? Þetta var verra en að vera í kringlunni 22. desember.