Flugdólgur

13 Mar

Varúð, það sem eftir kemur er einungis nöldur og ekkert merkilegt, þeir sem ekki nenna að lesa takið þetta: http://kevan.org/johari?name=valgerdurg
Ég fæ ekki innilokunarkennd í of þröngum vettlingum eins og Freyja en sjitt hvað ég get fengið mikla innilokunarkennd í flugvélum og lestum. Ferðin heim í nótt var sérstaklega erfið því í fyrsta lagi var lesljósið bilað, í öðru lagi sat ég í gluggasæti við hlið sofandi armrest-frekju, í þriðja lagi sat ég fyrir aftan konu (sem ég hélt að væri karl og sagði sir við en sem betur fer heyrði hún það ekki) sem hallaði sér aftur ALLA FOKKINGS FERÐINA og í fjórða og versta lagi þá gat ég ekki hallað mínu sæti aftur til að vinna á móti sir kellingu fyrir framan. Ég verð mjög mjög ofbeldishneigð í svona aðstæðum og var byrjuð að sparka laumulega í sætið hjá sir kellingu sem virtist ekkert haggast! Er ég orðinn flugdólgur? Þetta var verra en að vera í kringlunni 22. desember.

7 svör til “Flugdólgur”

 1. bjarnheidur Mánudagur, 13 mars 2006 kl. 23:51 #

  vá hvað þetta var erfitt valla! ég var sko búin að velja 26 lýsingarorð (og samt að reyna að hafa þau ekki of mörg) þegar upp spratt gluggi sem sagði að þau mættu einungis vera 6 talsins!!! svo þurfti ég orðabók til að skilja sum orðin… enskan eitthvað farin að ryðga!
  úffminnsann það er sko ekki skrýtið að þér hafi fundist þú aðþrengd þarna eins og í sardínudós með svona líka tillitssömum ferðafélögum…

 2. Jonas Þriðjudagur, 14 mars 2006 kl. 0:26 #

  ég lenti í því sama og Bjarnheiður. Ég valdi örugglega svona 17 orð.
  Ég hefði einnig valið agressive ef það hefði verið í boði miðað við frásögnina hér að framan. Sparka í sætið Valgerður! Ég veit reyndar alveg hvernig tilfinning þetta er, svona manni líður eins og það sé ekkert sem maður getur gert og þá grípur mann eitthvert svona anti-social andóf sem maður gerir svo leynt að enginn tekur eftir nema maður sjálfur.
  Ég hef vanið mig á að halla ekki aftur sætum í flugvélum/lestum/rútum vegna þess að mér finnst svo dónalegt þegar það er gert fyrir framan mig.

  Ameríkuflugin eru oft svo erfið og þá er aðeins tvennt sem slæmt sem getur gerst, a) maður lendir í miðjusæti eða b) við hliðina á armrest hog eins og þú. Ég vona að þú verðir ekki lengi að jafna þig á þessu.

 3. Ásdís Þriðjudagur, 14 mars 2006 kl. 1:28 #

  já velkomin í hópinn, ég lendi alltaf við hliðina á offeitu fólki sem hálf flæðir yfir handfangið:S Kvartaðirðu við flugfreyjurnar útaf sætinu og ljósinu? Þú ættir nú að fá e-ar bætur fyrir það, maður getur ekki setið í 5.5klst í kremju og ekki gert neitt!
  Skil þig alveg með að sparka í fólkið fyrir framan:) þegar ég flaug til Olsó þegar ég var 4 ára gerði ég víst ekki annað alla ferðin. Það eina sem ég man hins vegar eftir er frekjan fyrir framan mig sem var alltaf að kvarta;)

 4. Anonymous Þriðjudagur, 14 mars 2006 kl. 18:23 #

  hvernig læturðu ásdís bara gott að klappa mjúkt og styttra að fara þegar fitan flæðir svona vel,

 5. Anonymous Miðvikudagur, 15 mars 2006 kl. 14:57 #

  Ji ég ætla sko að biðja um sæti við ganginn. Er búin að kaupa mér litabók fyrir 5-6 ára til að stytta mér stundir í fluginu.
  Rakel Björk

 6. Anonymous Miðvikudagur, 15 mars 2006 kl. 20:28 #

  ég á eina góða vinkonu sem fær svona æði í skemmtistaðaröðum, verður svo óhress að jafnvel frændur hennar þykjast ekki þekkja hana;) hún grípur jafnvel einnig til ofbeldis eins og hrindinga

  annars fannst mér frekar létt að gera þetta próf og lenti ekki í jafnmikilli klemmu og með marga aðra, hlaka til að sjá þig loksins þegar við erum heima á sama tíma 🙂

  b.kv
  Ösp

 7. Sigrún Þöll Sunnudagur, 19 mars 2006 kl. 19:45 #

  Nohh..ég sagði nákvæmlega það sama og þú sagðir sjálf…aldeilis að maður þekkir þig! 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: