Sarpur | apríl, 2006

Maddama, fröken, frú

29 Apr

Mikið væri gaman að vera skráð sem fröken í símaskránni. Samkvæmt www.ja.is þá eru aðeins þrjár starfandi frökenar á Íslandi og því væri kjörið fyrir mig að verða sú fjórða. Reyndar er aðeins ein ungfrú en ég er þó það mikil hópsál að ég treysti mér ekki í ungfrúnna. Svo vil ég alls ekki vera frú strax enda eru þær mun fleiri (í raun skuggalega margar, mæli með að fletta því upp) en frökenar og ungfrú til samans, ekki jafnmiklir atvinnumöguleikar á því sviði. Því miður eru engir herramenn á Íslandi. Kannski eru þeir of hógværir til að titla sig rétt. Hver veit.

Fröken í fullum skrúða

’cause I’m a lady you see

26 Apr

Nokkrir (2) hafa komið að máli við mig og spurt hvar ég sé eiginlega búin að vera seinustu vikurnar. Vil ég árétta að ég er ekki dauð og lenti ekki í slysi. Hins vegar get ég verið afbrigðilega ófélagslynd og þar að auki fór til London í 4 daga til að kynda undir anglophiliu minni (sem felst í því að dýrka alla breska karlkyns leikara yfir 50 og að sama skapi fá gæsahúð af spennu við að heyra orðin ta og cheers). Get þó verið stolt yfir því að hafa hvorki farið inn á Starbucks (sem ku vera evil corporation) né hafa fallið í 3 for 2 gryfjuna en fyrir þá sem ekki þekkja þá er hægt að kaupa 3 kiljur á verði 2 í flestum bókabúðum í the UK og seinast þegar ég fór þangað þá nýtti ég mér þetta tilboð 6 sinnum á jafnmörgum dögum. Ég er því líka með bibliophiliu. Annars er ég að hugsa um að hætta að vera á netinu því það leiðir mig alltaf út í einhverjar persónunjósnir og rugl.

Drasl

7 Apr

Nú er meira að segja mér sjálfri nóg boðið. Í dag ætla ég að taka til í bílnum mínum og hver sá sem fær að setjast inn í hann áður en ég þríf hann fær 500 kall. Hah, nú verð ég.

Ekki Humpie minn en nokkuð nærri lagi þó

Ellikelling

4 Apr

Frá því ég lagðist í flensu hef verið með eindæmum andlaus. Blogg, msn, símtöl og allt sem viðkemur samskiptum hefur reynst mér hin mesta þrekraun. Þess vegna hefur verið lítið um færslur hér. En nú ætla nú að gera heiðarlega tilraun til þess að skrifa hér pistil sem inniheldur hvorki netpróf né tengil á aðra vefsíðu.
Efnistökin standa nærri hjarta mínu. Af titlinum er ykkur vafalaust farið að gruna hvað koma skal. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég fór að reikna. Þeir sem þekkja mig vel vita að það boðar sjaldnast gott. Í þetta sinn voru reikningarnir triggeraðir af því að það eru tæpir 2 mánuðir í 24 ára afmælið. Dæmið er eftirfarandi: 24 + 6 = 30. Hljómar viðráðanlegt. Ég verð semsagt þrítug að sex árum liðnum. Allt í góðu. Síðan tók við næsta dæmi 24 – 6 = 18. Þá kárnaði gamanið. Hvernig getur það staðist að það sé jafnlangt síðan ég var 18 og þangað til ég verð þrítug? 5. bekkur? Gerðist í gær. Aftur á móti jafngilda árin 30 soccer mom á station bíl í mínum huga. Þessu velti ég svo fyrir mér í nokkra daga og var eiginlega orðin dálítið komplexuð yfir því.
Lausnin kom úr óvæntri átt. Í gær fékk ég þann heiður að mega sitja með 5 ungmeyjum á menntaskólaaldri í fjölskylduboði. Gömul kelling my ass, aldurskomplexar hurfu eins og dögg fyrir sólu! Eftir svona hálftíma spjall um partý, stráka, föt og bílpróf rann það hins vegar upp fyrir mér að sennilega er ég ekki 18 ára inni mér lengur og 24 ár eru ekki svo slæm. Ég verð alla vega alltaf yngri en Geir 🙂

Make tea not love