Sarpur | 0:25

Ellikelling

4 Apr

Frá því ég lagðist í flensu hef verið með eindæmum andlaus. Blogg, msn, símtöl og allt sem viðkemur samskiptum hefur reynst mér hin mesta þrekraun. Þess vegna hefur verið lítið um færslur hér. En nú ætla nú að gera heiðarlega tilraun til þess að skrifa hér pistil sem inniheldur hvorki netpróf né tengil á aðra vefsíðu.
Efnistökin standa nærri hjarta mínu. Af titlinum er ykkur vafalaust farið að gruna hvað koma skal. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég fór að reikna. Þeir sem þekkja mig vel vita að það boðar sjaldnast gott. Í þetta sinn voru reikningarnir triggeraðir af því að það eru tæpir 2 mánuðir í 24 ára afmælið. Dæmið er eftirfarandi: 24 + 6 = 30. Hljómar viðráðanlegt. Ég verð semsagt þrítug að sex árum liðnum. Allt í góðu. Síðan tók við næsta dæmi 24 – 6 = 18. Þá kárnaði gamanið. Hvernig getur það staðist að það sé jafnlangt síðan ég var 18 og þangað til ég verð þrítug? 5. bekkur? Gerðist í gær. Aftur á móti jafngilda árin 30 soccer mom á station bíl í mínum huga. Þessu velti ég svo fyrir mér í nokkra daga og var eiginlega orðin dálítið komplexuð yfir því.
Lausnin kom úr óvæntri átt. Í gær fékk ég þann heiður að mega sitja með 5 ungmeyjum á menntaskólaaldri í fjölskylduboði. Gömul kelling my ass, aldurskomplexar hurfu eins og dögg fyrir sólu! Eftir svona hálftíma spjall um partý, stráka, föt og bílpróf rann það hins vegar upp fyrir mér að sennilega er ég ekki 18 ára inni mér lengur og 24 ár eru ekki svo slæm. Ég verð alla vega alltaf yngri en Geir 🙂

Make tea not love