’cause I’m a lady you see

26 Apr

Nokkrir (2) hafa komið að máli við mig og spurt hvar ég sé eiginlega búin að vera seinustu vikurnar. Vil ég árétta að ég er ekki dauð og lenti ekki í slysi. Hins vegar get ég verið afbrigðilega ófélagslynd og þar að auki fór til London í 4 daga til að kynda undir anglophiliu minni (sem felst í því að dýrka alla breska karlkyns leikara yfir 50 og að sama skapi fá gæsahúð af spennu við að heyra orðin ta og cheers). Get þó verið stolt yfir því að hafa hvorki farið inn á Starbucks (sem ku vera evil corporation) né hafa fallið í 3 for 2 gryfjuna en fyrir þá sem ekki þekkja þá er hægt að kaupa 3 kiljur á verði 2 í flestum bókabúðum í the UK og seinast þegar ég fór þangað þá nýtti ég mér þetta tilboð 6 sinnum á jafnmörgum dögum. Ég er því líka með bibliophiliu. Annars er ég að hugsa um að hætta að vera á netinu því það leiðir mig alltaf út í einhverjar persónunjósnir og rugl.

5 svör til “’cause I’m a lady you see”

 1. Freyja Miðvikudagur, 26 apríl 2006 kl. 19:54 #

  ha????? ertu búin að fara til London??? með hverjum?? jæja… við verðum að fara að hittast! Ikea í næstu viku! svo er líka hægt að heimsækja mig HOS Palle bráðlega 😉

 2. Geir Fimmtudagur, 27 apríl 2006 kl. 0:10 #

  Hver hefur verið að bulla í þér um að Starbucks sé evil corporation? Var það Tom? Það er nú ekki hægt að trúa því sem hann segir 🙂

 3. bjarnheidur Fimmtudagur, 27 apríl 2006 kl. 19:57 #

  Hætta á netinu?!!! *!andköf!*

 4. Anonymous Föstudagur, 28 apríl 2006 kl. 23:43 #

  hahaha Tom, minn aðgangur að þú veist hverju hefur amk orðið til þess að ég íhuga mitt googl carefully 😉

  -Ösp

 5. Jonas Laugardagur, 29 apríl 2006 kl. 10:23 #

  Þegar ég var úti í Brighton þá brenndi ég mig ekki svo mikið á þessu 3fyrir2 á bókum eins og ég féll kylliflatur fyrir 3fyrir2 rauðvínstilboðunum hjá threshers! Þegar ég stóð mig sem best gekk ég út úr búðinni með 3 flöskur og upptakara á 13 pund! Geri aðrir betur.

  Cheers m8! tata

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: