Sarpur | 0:21

Maddama, fröken, frú

29 Apr

Mikið væri gaman að vera skráð sem fröken í símaskránni. Samkvæmt www.ja.is þá eru aðeins þrjár starfandi frökenar á Íslandi og því væri kjörið fyrir mig að verða sú fjórða. Reyndar er aðeins ein ungfrú en ég er þó það mikil hópsál að ég treysti mér ekki í ungfrúnna. Svo vil ég alls ekki vera frú strax enda eru þær mun fleiri (í raun skuggalega margar, mæli með að fletta því upp) en frökenar og ungfrú til samans, ekki jafnmiklir atvinnumöguleikar á því sviði. Því miður eru engir herramenn á Íslandi. Kannski eru þeir of hógværir til að titla sig rétt. Hver veit.

Fröken í fullum skrúða