Maddama, fröken, frú

29 Apr

Mikið væri gaman að vera skráð sem fröken í símaskránni. Samkvæmt www.ja.is þá eru aðeins þrjár starfandi frökenar á Íslandi og því væri kjörið fyrir mig að verða sú fjórða. Reyndar er aðeins ein ungfrú en ég er þó það mikil hópsál að ég treysti mér ekki í ungfrúnna. Svo vil ég alls ekki vera frú strax enda eru þær mun fleiri (í raun skuggalega margar, mæli með að fletta því upp) en frökenar og ungfrú til samans, ekki jafnmiklir atvinnumöguleikar á því sviði. Því miður eru engir herramenn á Íslandi. Kannski eru þeir of hógværir til að titla sig rétt. Hver veit.

Fröken í fullum skrúða

6 svör til “Maddama, fröken, frú”

 1. Benni Laugardagur, 29 apríl 2006 kl. 17:42 #

  Þetta er magnað!

  Mig langaði alltaf til að titla mig athafnamann. Það er sko enginn svoleiðis.

 2. Ásdís Laugardagur, 29 apríl 2006 kl. 19:09 #

  hehe, þetta er fyndi, leiddist þér?;)

 3. Valla Laugardagur, 29 apríl 2006 kl. 19:28 #

  benni: þú getur alla vega ekki kallað þig herramann eftir veru þína í regnskógum Oahu. Skil ekkert í þessum gömlu konum að hleypa þér upp í bílinn (hvað þá mér reyndar).
  ásdís: hahaha já mér leiddist sjúklega mikið 🙂 það búa allir í útlöndum, eru í prófum eða eru einfaldlega drulluþreyttir eftir vinnu þ.á m. ég.

 4. Anonymous Sunnudagur, 30 apríl 2006 kl. 0:35 #

  Þú getur skráð þig sem hvað sem er þegar þú skráir þig í símaskrána

 5. Sigrún Sunnudagur, 30 apríl 2006 kl. 4:52 #

  Bróðir minn er hörpuleikari í símaskránni..er stundum beðinn um að leika í brúðkaupum og svoleiðis..í rauninni vinnur hann á dekkjaverkstæði…

  Annars getur þú alltaf fengið þér vinnu á veitingastað eða í búð…þá fara allir að kalla þig fröken!

 6. Anonymous Mánudagur, 1 maí 2006 kl. 23:27 #

  skrítið því samkvæmt séð og heyrt eru margir athafnamenn á íslandi 😉

  ánægð með þig stelpa þe að þú sért að komast í blogg fílinginn 🙂

  -Aspen

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: