Sarpur | 23:12

Bloggleikur

23 Maí

Stal þessum frá Jónasi. Geir og Ösp þetta er fyrir ykkur.
1. Aldrei í lífi mínu: hef ég brotið prinsipp hehe
2. Þegar ég var 5 ára: ætlaði ég að verða forseti
3. Menntaskólaárin voru: milli 1998 og 2002
4. Ég hitti einu sinni: fimmtugan dópsala sem var appelsínugulur í framan og vildi trekant
5. Einu sinni þegar ég var á balli: gat Freyja ekki talað og skrifaði hún þess vegna 1000 orða ritgerð á símann sinn.
6. Síðastliðna nótt: horfði ég á CSI, las mjög góða smásögu og fór að sofa.
7. Næsta skipti sem ég fer í kirkju: verður sennilega í skírn, ég skora á Guðnýju, Siggu og Freyju hér með.
8. Þegar ég sný hausnum til vinstri sé ég: haug af fötum, nammibréf, spegil og meira drasl.
9. Þegar ég sný hausnum til hægri sé ég: stafla af bókum, klukku, eyrnalokka, lampa, fjarstýringu og rakakrem.
10. Hvað eru margir dagar í afmælið mitt: vika…24.
11. Ef ég væri karakter skrifaður af Shakespeare væri ég: Beatrice í Ys og þys…ég hef ekkert lesið Shakespeare, bara séð myndir. Afhverju er ekki spurt um Woodie Allen eða e-ð?
12. Um þetta leyti á næsta ári: ætla ég að vera í gríðarlegri fjórðungsaldraskreppu þar sem það verður bara vika í 25 ára afmælið mitt.
13. Betra nafn fyrir mig væri: Kimberly eða Súsanna apparently.
14. Fyrsta manneskjan sem ég myndi þakka ef ég ynni verðlaun væri: sennilega manneskjan sem rétti mér þau, ég er svo vel upp alin að ég segi takk þegar mér er rétt eitthvað.
15. Uppáhaldsmorgunmaturinn minn er: Cheerios en meira að segja það er of erfitt fyrir mig að búa til svo vanalega fæ ég mér bara jógúrt og drekk í bílnum.
16. Ég myndi stoppa mitt eigið brúðkaup: ef Sigga sæi sér ekki fært að vera veislustjóri
17. Heimurinn mætti alveg vera án: vöðvabólgu.
18. Ég myndi frekar sleikja svínsrass en að: passa pönsið
19. Bréfaklemmur eru nytsamlegri en: þetta hérna
20. Ef ég geri eitthvað vel er það: að hangsa og fresta hlutunum.