- Hárið á þér er farið að detta af og þynnast ískyggilega.
- Þú hittir „stelpuna“ sem passaði þig þegar þegar þú varst lítil á IKEA útsölu. Hún hrekkur í kút yfir ellimerkjum þínum og segist aldrei venjast því að sjá þig svona fullorðna. Þú fattar að barnapían er bara einu ári eldri en kærastinn þinn.
- Þú sannfærist endanlega um það að rás 2 sé besta stöðin og Gufan er farin að vinna ískyggilega á.
- Foreldrar þínir eru farnir að reka á eftir því að þú flytjir út svo að þú flytur inn í raðhús.
- Þér finnst fátt skemmtilegra en vinnuumræður um bilaða prentara, veðrið og vöðvabólgur.
- Föstudagar eru off sem djamm dagar því þá ertu svo agalega þreytt eftir vikuna.
- Mamma þín fær lánuð föt hjá þér og þú hjá henni.
- Félagsviðburðir vikunnar samanstanda af ferðum í sumarbústaði, golfi og heimsóknum til ömmusystra þinna. Þú hittir vinkonur þínar bara í hádegismat.
- Mömmu þinni finnst þú vera á seinasta sjens á að fara í „stelpuferðir“.
- Allir eru farnir að yngja upp.
Lokavísbendingin er svo að þú ert alveg sátt/ur við atriði 1. til 10. og allir aldurskomplexar eru horfnir sem dögg fyrir sólu því þeir „eru svo barnalegir“.