Topp 10 ellimerki

13 Júl
 1. Hárið á þér er farið að detta af og þynnast ískyggilega.
 2. Þú hittir „stelpuna“ sem passaði þig þegar þegar þú varst lítil á IKEA útsölu. Hún hrekkur í kút yfir ellimerkjum þínum og segist aldrei venjast því að sjá þig svona fullorðna. Þú fattar að barnapían er bara einu ári eldri en kærastinn þinn.
 3. Þú sannfærist endanlega um það að rás 2 sé besta stöðin og Gufan er farin að vinna ískyggilega á.
 4. Foreldrar þínir eru farnir að reka á eftir því að þú flytjir út svo að þú flytur inn í raðhús.
 5. Þér finnst fátt skemmtilegra en vinnuumræður um bilaða prentara, veðrið og vöðvabólgur.
 6. Föstudagar eru off sem djamm dagar því þá ertu svo agalega þreytt eftir vikuna.
 7. Mamma þín fær lánuð föt hjá þér og þú hjá henni.
 8. Félagsviðburðir vikunnar samanstanda af ferðum í sumarbústaði, golfi og heimsóknum til ömmusystra þinna. Þú hittir vinkonur þínar bara í hádegismat.
 9. Mömmu þinni finnst þú vera á seinasta sjens á að fara í „stelpuferðir“.
 10. Allir eru farnir að yngja upp.

Lokavísbendingin er svo að þú ert alveg sátt/ur við atriði 1. til 10. og allir aldurskomplexar eru horfnir sem dögg fyrir sólu því þeir „eru svo barnalegir“.

3 svör til “Topp 10 ellimerki”

 1. Ösp Laugardagur, 22 júlí 2006 kl. 23:13 #

  ok þetta með fötin og mömmu er kannski svolítið heví..
  ég er greinilega mjög barnaleg, samkvæmt öllum(!) atriðum (og ekkert ósátt við það). En er þetta ekki bara spurning um umhverfi Valla mín, þegar ég vann á sambýli horfði ég t.d á brúðkaupsþáttinn já eingöngu í félagslegum og samskiptalegum tilgangi, ég vil því meina að hegðun þín sé socially adapted komi ekki að innan heldur
  stýrist af umhverfi..

  ok nóg af psychobabble, hlakka til að heyra ferðasögu

 2. Valla Mánudagur, 24 júlí 2006 kl. 15:15 #

  Þakka góða greiningu 😉 Annars var ég mest að reyna vera fyndin. Ps. Þú ert barnalegasta vinkona mín. Spegill á allt sem þú segir á móti sinnum óteljandi + 1 sinni það sem þú segir.

 3. Ösp Þriðjudagur, 25 júlí 2006 kl. 20:41 #

  takk takk ég er mega barnaleg, þúst skilluru omg legend (þokkalega inni í lingó-inu). Þess vegna vel ég að vinna með unglingum, sama þroskastig;)

  ps takk fyrir góða fjallgöngu í dag;)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: