228 C Halsey Street

28 Ágú

Jæja, loksins ber bloggið nafn með rentu. Loksins komin út til Geirs. Ég er eiginlega ekki búin að
fatta þetta. Finnst eiginlega meira eins og ég sé í heimsókn hjá
einhverjum.

Það var erfitt að kveðja alla og selja bílinn. Mér finnst ótrúlegt að núna verði engir fleiri ísrúntar og trúnóar í yarisnum 😦 En hann er í góðum höndum hjá henni Andreu minni, sem reyndar klessti hann næstum við að bakka út úr innkeyrslunni en fall er fararheill.

Ferðin gekk vonum framar og ég komst að því að þrátt fyrir allan
hræðsluáróðurinn þá er ekkert mál að vera með dálítinn handfarangur
(ég svindlaði „smá“ auka í gegn). Það er greinilegt að ég er komin á aldur
til að fara út í heim því að í Leifsstöð sá ég þónokkuð af krökkum sem
ég man eftir úr verkfræðinni og MR sem voru að flytja út. Það er líka komið
ókeypis þráðlaust net í flugstöðinni svo ekki leiddist mér þar.

Þegar ég lenti á JFK þá tók við vegabréfsskoðunin. Vanalega hef ég
lent á einhverjum málgefnum körlum sem spyrja mig spurninga eins og
hvar ætlaru í skóla? hvar ætlaru að búa? og svo framvegis en þessi var
í einhverju þagnarbindindi því hann var alveg þögull allan tímann og
sagði hvorki hæ né bæ. Mér fannst það frekar óþægilegt. Jæja svo ákvað
ég láta vita af harðfiskinum svona til öryggis en karlinn í tollinum
vildi ekki sjá að ég opnaði pokann, skyldi hann hafa reynslu af „dried
fish“? Geir kom svo og tók á móti mér á flugvellinum og voru það
miklir fagnaðarfundir eins og við var að búast. Við fengum strax
leigubíl og komumst með fyrstu lestinni hingað heim í Princeton.
Ferðin tókst eiginlega bara alveg ótrúlega vel! Ég er samt fegin að ég þurfti ekki að drösla öllum töskunum ein.

Þegar við komum hingað í íbúðina þá sýndi Geir mér slotið og verð ég
bara að segja að hann hefur staðið sig alveg ótrúlega vel að setja
allt saman og flytja dót og raða upp. Það er næstum því orðið
heimilislegt hérna, það vantar bara smáhluti eins og blóm og myndir og
þá verður þetta verulega fínt. Myndir og vídjó koma upp á næstu vikum fyrir áhugasama.

Í dag ætla ég að pakka upp úr töskunum, taka aðeins til (já það kemur
sennilega flestum á óvart), skoða mig aðeins um í bænum og reyna að
læra að rata.

10 svör til “228 C Halsey Street”

 1. Inga Mánudagur, 28 ágúst 2006 kl. 23:29 #

  Vá! spennandi…..Fæ alveg útlandaveikina 🙂 Tókstu í alvörunni til?

 2. Edda Þriðjudagur, 29 ágúst 2006 kl. 17:48 #

  Fékkstu líka að hitta soninn? Á hann sérherbergi?

 3. Freyja Miðvikudagur, 30 ágúst 2006 kl. 17:10 #

  Frábært að heyra fréttir! Ef það verður enginn api á heimilinu ykkar í bráð er nú aldrei að vita nema ég kíki í heimsókn 😉

 4. Brynja Miðvikudagur, 30 ágúst 2006 kl. 23:19 #

  Frábært að heyra að allt gekk svona vel:) Gangi ykkur vel í útlandinu! (kannski fær maður að kíkja einhverntíma í heimsókn;)

 5. Jónas Magnússon Fimmtudagur, 31 ágúst 2006 kl. 14:21 #

  Ég er að hugsa um að komment líka og hafa orðið ,,heimsókn“ í textanum. Sýnist það vera ripe.

  Mig langar samt að heyra meira um hvernig lífið gengur fyrir sig þarna í landi brjóstanna, læranna og tækifæranna.

 6. Ösp Fimmtudagur, 31 ágúst 2006 kl. 21:20 #

  gaman, missjú (er þetta ekki minna væmið ef skrifað á ensku ? )

 7. jonas hlynur Fimmtudagur, 31 ágúst 2006 kl. 22:18 #

  audvitad er valla med blogg lika!

 8. Ragnheiður Helga Föstudagur, 1 september 2006 kl. 13:49 #

  Takk fyrir síðast 😉 Ég var líka mjög „impressed“ með hvað Geir var búinn að gera með íbúðina. Mjög flott hjá honum.

 9. Nunnusystirin Þriðjudagur, 5 september 2006 kl. 15:59 #

  Ég bíð spennt eftir fleiri færslum!

 10. bjarnheidur Þriðjudagur, 5 september 2006 kl. 21:59 #

  Í dag kom inn á heimili hvers manns á Íslandi mynd af þér!!! Rosafín 🙂 Er skólinn byrjaður?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: