Hér í Prinsatúni tíðkast, sem og á svo mörgum öðrum stöðum í heiminum, að skilja gamalt dót sem þú ætlar að henda en telur að geti ef til vill nýst öðrum eftir úti á gangstéttarbrún eða við hliðina á ruslagámi hverifins. Þar sem ég get verið nískari en andskotinn þá fylgist ég grannt með þeim ruslagámum og gangstéttarbrúnum sem ég geng fram hjá. Hingað til hef ég séð eftirfarandi muni:
- Bleikan stofustól
- 3 eldhúskolla með málningarslettum
- 15″ tölvuskjá
- 2 lampaskerma
- Ísskáp
- Gardínustöng, ennþá í pakkningunum
- Ofnskúffu
- 2 spariglös
- 1 bolla með áletruninni: Hot chocolate
- 2 bolla úr sparistelli Svíakonungs.
Já það er ekki á hverjum degi sem maður finnur hluta af sparistelli hans hátignar Karls Gústafs Svíakonungs og því gat ég ekki annað en hirt bollana. Þeir eru mjög fallegir og munu vafalaust vekja talsverða lukku hjá upprennandi bandarískum úthverfafrúm sem ég ætla að bjóða í kaffi til mín. Þessir gullmolar verða vaskaðir vandlega upp og hafðir til sýnis, það er víst.
oh svo patent lausn, hehe mér líður eins og ég sé að þrjóskast við að fullorðnast þegar vinir mínir eru í stríðum straumum farnir að fjárfesta í íbúðum með barnaherbergjum og safna í stell 🙂
hahaha, já þú átt bara 2 daga eftir af 23. aldursárinu vinan 😉 Ég er nú ekki komin í barnaherbergjapakkann þó ég sé byrjuð að safna stelli með gyllingu.
veit það beibí, við erum eins meðitta.