Uppgjör septembermánaðar

24 Sep

Síðan ég kom hingað út hef ég verið mjög löt við skrif og á það bæði við tölvupósta og færslur. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að vegna leti og seinagangs gat ég ekki nettengt tölvuna fyrr en í seinustu viku. Var ég því upp á náð Geirs komin hvað varðar nettengsl og kunni því illa, vægast sagt. En nú hyggst ég bæta úr því að einhverju leyti.

Dagarnir hafa að mestu farið í stúss og slæping. Fyrstu vikuna fór ég og heimsótti Ragnheiði Helgu í New York og þakka ég henni gott heimboð. Þaðan skelltum við okkur í Six Flags og prófuðum nokkra rússíbana. Ég verð að viðurkenna að Ragnheiður er mér ofjarl hvað varðar rússíbana og þó mér finnist ég nú ekki vera neinn kettlingur í þeim málum þá er ég það miðað við hana þar sem ég þorði ekki í svakalegustu tækin og það þurfti að neyða mig í þau næstverstu. Mæli samt með Six Flags, þetta var ógeðslega gaman.

Síðan er ég búin að fara með Geir á nokkra atburði hjá skólanum hans og ég fer ekki af því að skólasamkundur hér minna meira á opin hús í félagsmiðstöðvum heldur en partý hjá eðlilegu fólki (ekki það að ég hafi nokkurn tímann farið í þannig 😉 ) Við fórum líka óvart á „húsfund“ í hverfinu sem reyndist vera nefndin og við. Það er greinilega ekki lenska að mæta á húsfundi hér. Við héldum líka partý sjálf sem heppnaðist prýðilega þökk sé brennivíni og ísraelskum ipod með öllum eurovisionlögum sem gefin hafa verið út. Reyndar hurfu allir gagnkynhneigðir Bandaríkjamenn út með hraði þegar eurovisionlögin voru sett á fóninn en þar fyrir utan þá var þetta ótrúlega gaman. Myndir má sjá hér.

Nú og svo er ég búin að reyna að kynnast nágrönnum okkar. Það gengur frekar brösuglega. Við hliðina á okkur býr kínverskt par sem heldur upp öflugu félagslífi og spilaklúbbi með tilheyrandi ópum og skrækjum. Ég var því nokkuð viss um að þetta væri hresst fólk en svo reyndist ekki vera. Á móti býr indælis stúlka frá Alabama sem er í sama prógrammi og Geir. Afi hennar á byssu og hún kann margar góðar sögur frá Alabama. Skrítnasti nágranninn er svo kúrekinn. Kúrekinn er alltaf úti á verönd á nærjunum og heilsar að kúrekasið þegar við förum út með ruslið. Hann er að öllu leyti kúreki nema einu; hann blastar eurotechno fullum styrk og er meira að segja með dj-búr inni hjá sér. Ég held að annaðhvort sé hann geðveikt skemmtilegur eða fjöldamorðingi. Sjáum til.

Í seinustu viku var svo orientation í skólanum og mér líst mjög vel á þetta. Ég tek þrjá kúrsa og eitt seminar. Þetta er samt í rauninni bara 3 kúrsar þar sem seminarið felst einungis í því að það koma fyrirlesarar og segja okkur frá rannsóknum sínum. Eina sem nemendur þurfa að gera er að mæta.

Restin hefur svo farið í það að redda ökuskírteini, skoða bíla, pæla í almenningssamgöngum, fara í IKEA, læra að rata og annað leiðinlegt sem ég nenni ekki að skrifa um. Skriffinnskubrjálæðið hérna ýtir dálítið undir heimþrána en nú fer skólinn að byrja á mánudaginn svo það ætti að hverfa bráðum.

Á morgun erum við svo að fara til Atlantic City og á miðvikudaginn kemur herr Heimisson í heimsókn. Ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga á næstu mánuðum.

Já og ef einhver vill fá innlit/útlit túrinn um íbúðina þá eru myndir hér. Þetta eru EFTIR myndir en ekki fyrir. Við erum að reyna að ná fram þessu rough háskólalúkki í staðinn fyrir Bree Van De Kamp lúkkið sem virðist ráða ríkjum sumstaðar hér í hverfinu.

6 svör til “Uppgjör septembermánaðar”

 1. Ásdís Sunnudagur, 24 september 2006 kl. 18:09 #

  Gæti ekki verið meira sammála þér með party hér, þeir hafa e-ð misskilið orðið. Vara samt við seminarinu, það hljómar ok en verður svolítið þreytt til lengdar. Svona þegar e-ir karlar eru að tala um mjög sérhæfðar rannsóknir sem þeir hafa unnið að í 10 ár og finnst jafn sjálfsagðar og 1+1+2 þá vill maður detta út innan skamms. Sérstaklega pirrandi ef það er mikið að gera og maður þarf að sitja þarna í klst. og veit að maður mun ekki fá neitt út úr því.

 2. Ragnheiður Helga Mánudagur, 25 september 2006 kl. 3:36 #

  Ásdís, þá kemur maður með heimalærdóminn með sér og situr í öftustu röð 😉

  Annars talandi um Six Flags, þurfti að verja í dag ákvörðun okkar, tveggja 24 ára stúlkna, að fara í Six Flags. Það var samt gaman 🙂 og vel þess virði amk skemmti ég mér mjög vel.

  Vona að þú hafir skemmt þér vel í Atlantic City og njóttu fyrstu skóladaganna – þeir koma aldrei aftur 😉

 3. Nunnusystirin Mánudagur, 25 september 2006 kl. 14:50 #

  Mér líst ægilega vel á nágranna þína. Gætirðu reddað mér símanúmerinu hjá kúrekanum? Kínverjarnir eru ekkert fyrir karókí, er það?

 4. Sigrún Þöll Mánudagur, 25 september 2006 kl. 18:42 #

  Ég tók eftir því á partýmyndunum þínum að þú átt alveg eins eyrnalokka og ég..og það sem meira er þá finn ég ekki mína. Verð nú að segja að mér þykir það vægast sagt vera merkileg tilviljun…

 5. Bjarnheidur Þriðjudagur, 26 september 2006 kl. 10:21 #

  Ævintýramánuður sumsé! Mjög flott íbúð – skemmtilegust þessi klukka sem ferðast milli eldhússborðsins og lazy-boy-stólsins, hún veit greinilega hvar bestu staðir hvers heimlils eru! 😀

 6. Ösp Þriðjudagur, 26 september 2006 kl. 14:04 #

  já þessi kúreki virkar spennó, stolt af þér stelpa bara farin að búa og innrétta og allt, gott mál, smá svona indjána nálgun í stílnum líka 😉 see you on msn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: