Af skriffinnsku

27 Sep

Í dag fór ég í berklapróf. Til þess að mega fara í þetta próf þurfti ég fyrst að fara á eina skrifstofu til að ná í bleikt blað og svo aðra til að fylla út eyðublöð. Þar tók við 1 og 1/2 tíma bið. Eyðublöðin spurðu um alla mögulega og ómögulega hluti t.d. um veikindasögu mína og allrar stórfjölskyldunnar, alla sem hafa nokkurn tímann verið með háþrýsting, öll hjartaáföll, heilablóðföll og krabbamein. Þar að auki þurfti ég að krossa við hvort ég notaði eiturlyf, hjólaði með hjálm, hvernig getnaðarvörn ég nota, hvenær ég fór seinast til tannlæknis, hvenær ég fór seinast til kvensjúkdómalæknis, hvenær ég fékk seinast flensusprautu, hvort ég vildi fá hiv próf og svo voru nokkrar spurningar sem ég skildi ekki einu sinni. Vona að ég hafi ekki krossað við að ég væri með ólæknanlegan sjúkdóm og það mætti pull the plug strax og ég kem á sjúkrahús eða eitthvað álíka. Berklaprófið sjálft tók svo innan við mínútu.

Þetta var þó barnaleikur miðað við ökuskírteinið. Sú leiðindasaga verður ekki sögð hér. Ég vona að ekkert komi nokkurn tímann fyrir því að þó að „þetta reddist“ þá reddast það eingöngu með útfyllingu 5 bleikra eyðublaða, 3 gulra og 8 undirskrifta þar sem allir aðrir en ég eru fríaðir ábyrgð. Sem betur fer eru flestir þó hjálplegir og indælir. 

Síðan fór ég í tíma. Þetta var mjög skemmtilegur tími sem heitir Medical Sciences I en ætti í raun að heita Frumulíffræði. Kennarinn er svona „hressi gaurinn“ sem reyndar skellti á okkur prófi til að sjá hvar við stæðum í frumulíffræði. Hehe það gekk vægast sagt ekki vel og hefur mér ekki gengið jafnilla á prófi síðan á fyrsta jarðfræðiprófinu í mr. Nú af þessum sökum er ég byrjuð að naga neglur aftur. Reyndar held ég að  helmingurinn af salnum hafi ekki vitað rassgat enda eru flestir sem eru með mér í þessum kúrs úr véla-, rafmagns- og tölvuverkfræði. Fagið virkar samt áhugavert við fyrstu sýn og ég man eitthvað smá frá því í MR þó sú kunnátta sé öll á íslensku. Nú er bara að komast að því hvernig hvatberi og golgí kerfi eru á ensku og þá er þetta komið 🙂

Í gær fór ég í fyrsta tíma í hermunarkúrsi sem virðist við fyrstu sýn vera stærðfræðigreining III og IV með klípu af tölfræði. Á fimmtudaginn fer ég síðan í fyrsta tíma í seinasta kúrsinum sem fjallar um viðskiptaáætlanir og hvernig skal koma (líftækni)vörum á markað. Það verður vonandi ekki of skrautlegt.

Þessi leiðindafærsla er í boði þess að ég get ekki sofið 🙂

7 svör to “Af skriffinnsku”

  1. Ösp Miðvikudagur, 27 september 2006 kl. 10:59 #

    ég er að elska your way of speaking eftir að þú komst til ameríku, pull the plug t.d ég sé þig alveg fyrir mér segja þetta. Ég saknaði þín á sunnudaginn þegar ég fór í kolaportið og á listó-röltið, var reyndar með félagsskap (Óðin frænda) en það var ekki eins. (Bendi á að ég er algjörlega að missa kúlið (ef eitthvað er) með þessu kommenti).

  2. Arnþór L Arnarson Miðvikudagur, 27 september 2006 kl. 17:12 #

    Ah(!) frumulíffræði… the good old times… það er fallegt fag. 🙂

  3. Freyja Miðvikudagur, 27 september 2006 kl. 19:02 #

    mannst að nota nördið mitt fyrir glósur og fleira, hefur fullt veiðileyfi á heilasellurnar hans 😉 (kannski ekki annað sanngjarnt eftir að ég hef misnotað Geir í mörg ár í ritgerðaskrifum!)

  4. Nunnusystirin Fimmtudagur, 28 september 2006 kl. 8:47 #

    Ég vona að þú hafir bent kurteislega á það í þessum eyðublöðum að nunnur þurfa ekki að fara í HIV-próf eða nota getnaðarvarnir. Það er stundum eins og fólk átti sig ekki á stöðu manns samstundis.

  5. Gunnar í Krossinum Fimmtudagur, 28 september 2006 kl. 13:00 #

    hættið með þetta nunnudæmi þið svikarar við hreinlífi

  6. Ásdís Föstudagur, 29 september 2006 kl. 2:18 #

    ég kannast SVO við þetta skriffinnskudæmi, bara fyrsta árið mitt hér í hnotskurn. Það fer þó batnandi eða maður verður bara vanari því, veit ekki hvort. Kúrsarnir hljóma spennó:)

  7. bjarnheidur Miðvikudagur, 4 október 2006 kl. 18:20 #

    vá! ég sem hélt að þetta gæti ekki orðið verra en hér! úfff… eins gott að skólinn er skemmtilegur til að gera skriffinnskuna þess virði;):D

Skildu eftir svar við Ásdís Hætta við svar