Sarpur | október, 2006

Smá update

9 Okt

Freyja benti mér á að samskiptaleysi mitt við umheiminn væri óviðunandi og því ætla ég að blogga og láta vita að mestar líkur eru á að ná mér á msn/skype o.s.frv. milli 10 og 12 á miðviks-, laugardags- og sunnudagskvöldum. Aðrir dagar eru happaglappa. 

Af okkur er lítið að frétta. Dagarnir hafa æði mikið farið í slugs, hangs, lærdóm og uppvask, í þessari röð. Núna um helgina var röðinni reyndar snúið við þannig að við erum aftur komin á rétt ról. Skólinn byrjar bara vel og samnemendurnir eru flestir að ég held mjög fínir. Á föstudaginn var Happy hour hjá deildinni og eftir það var mér boðið á einhverja kínverska mánahátíð. Hvernig mér tekst að troða mér inn á allar asískar uppákomur er óskiljanlegt en svona er þetta bara.

Seinustu helgi kom Palli í heimsókn og fórum við með honum til Philadelphiu og New York. Palli og Geir fóru á shopping spree og keyptu fullt af flottum fötum en ég passaði hvern aur og keypti bara afmælisgjöf handa systu. Heimisson kom með fullt af íslenskum matvælum og drykkjum svo við ættum ekki að vera slæm af heimþránni. Reyndar föttuðum við um daginn að Wholefoods hérna í Princeton selja bæði íslenskan lax, lambalæri og skyr á okurverði svo sá möguleiki er fyrir hendi. Palli mun sennilega drepa mig fyrir að setja þessa mynd á netið en við keyptum hárkollur fyrir halloween og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Verkið kýs ég að kalla hinn rauðhærða Eirík Fjalar:

Næsta verk heitir hinn rauðhærði Eiríkur Hauks: