Smá update

9 Okt

Freyja benti mér á að samskiptaleysi mitt við umheiminn væri óviðunandi og því ætla ég að blogga og láta vita að mestar líkur eru á að ná mér á msn/skype o.s.frv. milli 10 og 12 á miðviks-, laugardags- og sunnudagskvöldum. Aðrir dagar eru happaglappa. 

Af okkur er lítið að frétta. Dagarnir hafa æði mikið farið í slugs, hangs, lærdóm og uppvask, í þessari röð. Núna um helgina var röðinni reyndar snúið við þannig að við erum aftur komin á rétt ról. Skólinn byrjar bara vel og samnemendurnir eru flestir að ég held mjög fínir. Á föstudaginn var Happy hour hjá deildinni og eftir það var mér boðið á einhverja kínverska mánahátíð. Hvernig mér tekst að troða mér inn á allar asískar uppákomur er óskiljanlegt en svona er þetta bara.

Seinustu helgi kom Palli í heimsókn og fórum við með honum til Philadelphiu og New York. Palli og Geir fóru á shopping spree og keyptu fullt af flottum fötum en ég passaði hvern aur og keypti bara afmælisgjöf handa systu. Heimisson kom með fullt af íslenskum matvælum og drykkjum svo við ættum ekki að vera slæm af heimþránni. Reyndar föttuðum við um daginn að Wholefoods hérna í Princeton selja bæði íslenskan lax, lambalæri og skyr á okurverði svo sá möguleiki er fyrir hendi. Palli mun sennilega drepa mig fyrir að setja þessa mynd á netið en við keyptum hárkollur fyrir halloween og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Verkið kýs ég að kalla hinn rauðhærða Eirík Fjalar:

Næsta verk heitir hinn rauðhærði Eiríkur Hauks:

15 svör til “Smá update”

 1. Alma Mánudagur, 9 október 2006 kl. 21:59 #

  Það er erfitt að segja hvor er flottari með hárkolluna. Ætlarðu að vera Eiríkur Hauksson á Halloween?

 2. Freyja Mánudagur, 9 október 2006 kl. 23:32 #

  Eiríkur Haaaaaaaaauks! hahahahhahahahahhahahahahhaha

  You made my day! Gott að allt gengur vel elskulega Valla, gott að þú ert í sambandi við alheiminn 🙂

 3. Ragnheiður Helga Þriðjudagur, 10 október 2006 kl. 1:28 #

  Gaman að heyra fréttir af þér. Verð að ná þér næst þegar þú kemur til borgarinnar.
  Töff myndir – hins vegar finnst mér vanta mynd af þér með kolluna. Ertu að fela eitthvað fyrir okkur?

 4. Arnþór L Arnarson Þriðjudagur, 10 október 2006 kl. 7:45 #

  HaHA!! 😀

  Sko, þegar Geir gefur út fyrstu bókina ( sem er bara spursmál um tíma ) verður þessi mynd framan á henni, undir titlinum: „Philosphy For The Future.“. – Fólk á eftir að kaupa þessa bók! 😀

 5. Sigga Þriðjudagur, 10 október 2006 kl. 12:34 #

  Hvenær koma fleiri myndasöfn á heimasíðuna?

 6. Óttar Miðvikudagur, 11 október 2006 kl. 3:29 #

  Ykkar Wholefoods er greinilega betra en mitt. Hér fæst ekki einu sinni íslenskt vatn, hvað þá lambalæri, skyr eða lax. Hins vegar er hægt að kaupa vatnið í Shaws en það er langur göngutúr og er það helst á tyllidögum sem spanderað er í íslenskt vatn.

 7. Ásdís Miðvikudagur, 11 október 2006 kl. 4:14 #

  Þessar myndir eru snilld;) sammála Ragnheiði Helgu ég vil líka sjá mynd af þér með hana:)

 8. Ösp Miðvikudagur, 11 október 2006 kl. 10:20 #

  Geir er líklega óskilgetinn sonur Eiríks Hauks, ég lenti í svipuðu í Lonodon var í för með karlmönnum sem eyddu meir en ég og ég velti hverri krónu milli handanna og pældi þvílíkt hversu mikið ég myndi nota flíkina ef hún yrði keypt osfrv

 9. Ragnheiður Helga Laugardagur, 14 október 2006 kl. 22:38 #

  Ég er ennþá að bíða eftir myndinni…

 10. bjarnheidur Mánudagur, 16 október 2006 kl. 13:26 #

  hahaha! 😀 hérmeð bætist ég í hóp 6.x-systra við bið eftir þriðju kollu-myndinni!

 11. Ösp Mánudagur, 23 október 2006 kl. 19:55 #

  blogga blogga!

 12. Ásdís Þriðjudagur, 24 október 2006 kl. 17:52 #

  sammála síðasta ræðumanni;)

 13. Valla Þriðjudagur, 24 október 2006 kl. 18:07 #

  Það verður bloggað að miðannarprófum loknum (e. viku), ekki fyrr 🙂 Þakka áhuga ykkar tvíburanna og gleðst yfir því að við verðum allar á Íslandi í jólafríinu (skv. Ásdísarfacebook)

 14. Ösp Miðvikudagur, 25 október 2006 kl. 13:59 #

  já maður ég hlakka ekkert smá til!

  get ég ekki skoðað facebook? og sjís ásdís hvað þú ert að halda innreið þína á internetið, ánægð með þig

 15. Ásdís Miðvikudagur, 25 október 2006 kl. 15:03 #

  hehe, já það verður sko gaman um jólin:) Valla þú verður að koma með gott blogg eftir prófin! Gangi þér vel
  Ösp ég man ekki emailið þitt:S ef ég vissi það gæti ég sent þér invitation í facebook. Svo sendu mér email í asdis@umail.ucsb.edu og ég skal adda þér:) já ég veit ég er orðin húkt á því!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: