Sarpur | 7:03

Popp og kók

5 Nóv

Við Geir ákváðum að kóróna letikast seinustu þriggja daga með því að fara og sjá myndina The Prestige. Myndin er góð og sérstaklega Christian Bale sem hefur aldrei leikið í lélegri mynd svo ég viti til og mæli ég með henni. Við gerðum hins vegar þau mistök að kaupa tilboð sem bauð upp á miðstærð á kóki og nachos. Þegar við sáum miðstærðina fór ég að hlæja því að miðstærð er meira en lítri og ég er ekki að ýkja. Við báðum því um litla kók og það var sennilega svona 0,7 lítrar. Þess má geta að vanalega ef þú kaupir stóra kók þá fylgir frí áfylling. Gaurinn sem seldi okkur kókið virtist samt sjá firringuna í þessu því hann fór líka að hlæja. Svo því að ég er auli og veit ekki muninn á salsa og guacamole þá fengum við heilt glas af guacamole með nachosinu. Við fórum því inn með næstum tvo lítra af gosi, nachos og glas af guacamole flissandi eins og fífl. Ég skil núna betur offituvandann hér í USA.