Popp og kók

5 Nóv

Við Geir ákváðum að kóróna letikast seinustu þriggja daga með því að fara og sjá myndina The Prestige. Myndin er góð og sérstaklega Christian Bale sem hefur aldrei leikið í lélegri mynd svo ég viti til og mæli ég með henni. Við gerðum hins vegar þau mistök að kaupa tilboð sem bauð upp á miðstærð á kóki og nachos. Þegar við sáum miðstærðina fór ég að hlæja því að miðstærð er meira en lítri og ég er ekki að ýkja. Við báðum því um litla kók og það var sennilega svona 0,7 lítrar. Þess má geta að vanalega ef þú kaupir stóra kók þá fylgir frí áfylling. Gaurinn sem seldi okkur kókið virtist samt sjá firringuna í þessu því hann fór líka að hlæja. Svo því að ég er auli og veit ekki muninn á salsa og guacamole þá fengum við heilt glas af guacamole með nachosinu. Við fórum því inn með næstum tvo lítra af gosi, nachos og glas af guacamole flissandi eins og fífl. Ég skil núna betur offituvandann hér í USA.  

8 svör til “Popp og kók”

 1. Geir Sunnudagur, 5 nóvember 2006 kl. 17:25 #

  Haha, já þú þekkir svo sannarlega ekki muninn, enda var þetta jalepeno 😉

 2. Valla Sunnudagur, 5 nóvember 2006 kl. 17:28 #

  hahaha sjitt 🙂

 3. Ásdís Sunnudagur, 5 nóvember 2006 kl. 20:14 #

  hehe, já guacamole er nú alveg borðandi með nachos en ég myndi ekki leggja í jalapeno:)
  Já málið er að fólk kaupir alltaf stóru stærðirnar til að „spara“ og svo af því að maður hefur borgað fyrir það þá er ekki hægt að henda því! frekar sorglegt (þessi leiðindaregla um að maður eigi alltaf að klára af disknum er svo föst í hausnum á mér a.m.k.:S).

 4. Brynja Mánudagur, 6 nóvember 2006 kl. 17:33 #

  hahahaha:) Valla ekki alveg inn í mexikóska matnum…..;)

 5. Rakel Bjork Þriðjudagur, 7 nóvember 2006 kl. 1:11 #

  Ha ha ha snilld! Já þetta eru sko yfirstærðir í lagi. Við vorum þrjú sem ákváðum að kaupa okkur large saman og tókst bara að klára helminginn og svo er frí áfylling innifalin! þetta er sko ekki popppoki, neeei þetta var fata með poppi! 🙂

 6. Ragnheiður Helga Þriðjudagur, 7 nóvember 2006 kl. 2:08 #

  Eins gott þú komir í siðmenninguna svo ég geti skólað þig til í þessu mexikóska! Hvernig virkar annars áfyllingin þegar það er ekkert hlé á myndinni? Er það útskýringin á fólkinu sem skreppur stundum fram í miðri mynd?

 7. Ösp Fimmtudagur, 9 nóvember 2006 kl. 15:41 #

  🙂 ég er líka svona með að klára alltaf matinn minn, það verður samt svolítið gaman fyrir mig að koma því ég er svo dugleg að borða.Er þetta líka svona á cheesecake factory? Ég er alvarlega farin að pæla í að koma eftir jól.

 8. valla Fimmtudagur, 9 nóvember 2006 kl. 20:09 #

  Það líst mér feikivel á! Ég er í fríi 24. mars til 2. apríl þannig að ef þú kæmir þá gætum við kannski farið á roadtrip og eitthvað. Ef þú kemst ekki þá verð ég bara löt í skólanum, annað eins hefur nú gerst 😉 Ásdís hvenær ert þú í fríi?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: