Sarpur | 20:15

Nú þykir mér Týra

9 Nóv

Ég dýrka Tyru Banks! Hún er steiktasta stelpa í heimi. Eftir að við fengum okkur kapal þá höfum við horft á svona milljón þætti af The Tyra Banks Show og það klikkar ekki að í hverjum einasta þætti tekur hún á brýnum málefnum eins og „Girls that are beautiful but still feel bad inside!“. Bíddu ég hélt að ljótt fólk hefði einkarétt á að líða illa? Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Tyra hefur líka alltaf eitthvað gáfulegt að segja og tekur oftar en ekki dansspor með. Ég get ekki beðið þangað til í næstu viku, þá ætlar hún að þykjast vera karl í einn dag.