Úthverfalíf í máli og myndum

24 Nóv

…aðallega myndum samt vonandi. Þar sem ég er búin að vera stjarnfræðilega léleg að láta vita af mér þá kemur hér allur nóvembermánuður og smá af október. Ástæðan er einfaldlega sú að í Drexel ákvað einhver að það væri sniðugt að hafa midterm og verkefni sem eru jafngildi midterma í öll í einum hóp í nóvember en samt ekki á neinum ákveðnum tíma, engin svona midterma-vika eins og annars staðar. Þannig gæti fólk verið hresst og skemmtilegt í september og október og leiðinlegt og stressað í nóvember og desember. Þetta hefur vafalaust hjálpað mörgum að eignast vini svona í byrjun til að fara síðan á stresstrúnó með í nóvember. Fyrir áhugasama þá fór ég í 3 midterm, tvö gengu vonum framan en eitt gekk ekki vel, serves me right þar sem iðjusemin lét á sér standa, ég er semsagt ennþá jafn löt. Enníveis, þar sem núna er ég í fríi sem ég ætti að nýta til að læra þá ætla ég að dröslast til að blogga en prófa að gera það svona Bjarnheiðar-style með myndum inní því það er svo skemmtilegt aflestrar.

Fyrst ber að nefna að í lok október komu Trausti frændi og Edda kærastan hans í örstutta heimsókn, en þó nógu langa til að ég næði af þeim mynd. Þau eru í klikkaðri reisu um Bandaríkin og nágrenni og eru búin að fara til Californiu, Florida, Vegas og ég veit ekki hvað, held þau séu núna í karabíska hafinu.

Trausti og Edda

Trausti og Edda

Margir hafa spurt hvort ég eigi einhverja vini og get ég stolt sagt frá því að ég er búin að kynnast tveimur bílasölum sem ég er aðallega með. Ég er miklu meira fyrir að hanga með strákum. 

Steve og Bob bílasalar og fáránlega fínir gaurar

Mamma, pabbi og Guðrún komu líka í örheimsókn og var það vel. Við fórum í rútuferð um New York, í úthverfamall hérna í NJ og svo tók ég pabba með í tíma. Ég held að vinir mínir hafi haldið að ég væri hætt að hanga með þeim því þau eru svo barnaleg og væri byrjuð að hanga með prófessorum í staðinn.

Úthverfapakk í stórborginni

Í október komu líka haustið og haustlitirnir. Við ákváðum því að fara að taka myndir til að senda heim en einhvern veginn varð ekkert úr því. Hins vegar tók ég mynd af Geir til að nota á bókakápur þegar hann verður virtur fræðimaður. Verst að lærdómsritin eru ekki með hallærislegar myndir af þýðendum aftan á. Hlýtur að breytast.

Bókakápu-Geir

Í byrjun vikunnar bjuggum við til gardínur úr afgangsefni sem fékkst mjög ódýrt í IKEA, slaufu utan af pakka og snæri sem ég fékk gefins í IKEA. Ég er ekki lítið stolt af árangrinum og er að hugsa um að hætta í skóla og sérhæfa mig frekar í ódýrum heimilislausnum. 

Gardínurnar góðu

Mér til mikillar gleði elti lítil kisa Geir heim og var hjá okkur í nokkra tíma. Nú er ég alveg sjúk í kisu og skoða adoption heimasíður á hverjum degi. Skynsemin hefur samt yfirhöndina ennþá þar sem kisueign myndi endanlega festa mig sem húsmóður og gera ferðalög erfið.

 

Kisan Toullie

Til að fagna „próflokum“ skellti ég mér til New York að hitta Ragnheiði Helgu. Þeirri ferð eru gerð góð skil á síðunni hennar. Sannaðist þar endanlega að ég er bara ekki djammari en mjög góð á útsölum. Við tókum engar myndir.

Í dag var svo Þakkargjörðarhátíð. Þar sem við erum patriots (pöntum patriot pizzu, erum með patriot media kapal og eigum the patriot á dvd) þá héldum við upp á hana með því að elda íslenskt lambalæri eftir uppskrift á netinu. Þessi blanda af íslenskri hefð og netvæðingu heppnaðist einstaklega vel. 

Patriot girðing sem ég rakst á í NY

Já, framundan eru lokaverkefni og próf og því verður sennilega ekkert jóladagatal í ár. Ég kem svo heim 18. desember og verð til 3. janúar fyrir þá sem að eiga inni hjá mér nammi. Takk allir sem svöruðu könnuninni og vildu svara könnun en gátu það ekki af einhverjum ástæðum (t.d. Sigga sem las þetta fyrst í dag og allir sem ekki nota linsur.)

12 svör til “Úthverfalíf í máli og myndum”

 1. Geir Föstudagur, 24 nóvember 2006 kl. 5:09 #

  En hann heitir ekkert Toullie.

 2. Geir Föstudagur, 24 nóvember 2006 kl. 5:14 #

  Hann heitir Kúkýdídes.

 3. Valla Föstudagur, 24 nóvember 2006 kl. 7:14 #

  Ég kalla kisu Toullie, þó hún heiti Toonces, því mér finnst það einfaldlega fallegra nafn.

 4. Sigga Föstudagur, 24 nóvember 2006 kl. 16:00 #

  Flott kápa! Er hún amríkönsk? Veit ekki hvort mér lítist vel á að þú hangir mest með bílasölum… frekar vafasöm stétt.

 5. Freyja Föstudagur, 24 nóvember 2006 kl. 17:24 #

  Sæl fröken húsmóðir í ammeríku!
  Nú þar sem ég hef var að vakna eftir miðdegisblund(ég skil ekki hvernig þú getur verið skapgóð eftir svona svefn á daginn!!) varð mér hugsað til þín. Bjóst nú ekki við miklu bloggi, en viti menn! bara heil stór Bjarnheiðarleg blogfærsla!! Ég var sko súperglöð þegar ég sá þetta 🙂 Mér finnst :
  1: að þú ættir að hætta í þessu bull námi og skella þér í innanhúsnarkitektinn
  2: að það sé æði að þú verðir kominn heim áður en ég fer, skildumæting í jólaglögg (færðu líka að hitta marga á einu bretti, mjög hagkvæmt 😉 )
  3: að þú ættir að senda bókakápumyndina á Eddu útgáfu og segja þeim að gefa bara Geir út! 😉

 6. Jónas Laugardagur, 25 nóvember 2006 kl. 15:56 #

  Þessi Bjarnheiðarlega færsla er mér mjög að skapi.

  Þegar pabbi þinn kom með þér í tíma, hvort sagðiru við krakkana, „this is my father“ eða „it’s my dad“?

  Annars máttu vera mjög ánægð með gardínunar. Það er augljóst að þér ert jafn hæfileikarík hvort sem það er í tæknigreinum eða húsmóðurhlutverkum (Dr. Phil segir að stay-at-home-moms vinni í raun á við tvo). Ef þú ákveður að gerast heimavinnandi húsmóðir þá skal ég vera fyrstur til að gefa þér eitthvað flott sweater set.

 7. bjarnheidur Laugardagur, 25 nóvember 2006 kl. 16:32 #

  gamangaman! bætir alveg upp bloggleysi síðustu daga 🙂 og þetta eru rosalega flottar myndir! – mig langar að fá einhvern í heimsókn, sá má gjarnan kenna mér að taka svona góðar myndir (en það er ALLS EKKERT skilyrði!!!) ég hef einmitt oft velt fyrir mér sérhæfingu í ódýrum heimilislausnum – kannski við stofnum saman slíka þjónustu í framtíðinni? mjööögsvo vinalegir bílasalar sem þú hefur þarna til að hanga með, hef engar áhyggjur af þér í þessum félagsskap 🙂

 8. Valla Laugardagur, 25 nóvember 2006 kl. 21:01 #

  Sigga: Nei kápan er sennilega spænsk en keypt á fróni.
  Freyja: Ég mæti í glögg. Yarisinn er nú í eigu litlu frænku svo þú verður að ná í mig ef þú vilt fá mig.
  Jónas: Blöndu af þessu tvennu: „this is my dad“. Skv. shopping.com er hægt að gera killer deals á peysusettum í indlandi. Mig langar í fjólublátt eða rautt peysusett.
  Bjarnheiður: Þessi þjónusta okkar er skrifuð í stjörnurnar, við hefðum átt að nýta vorkenni-stress-spjalls tímana úr eðlisfræði í skipulagningu. Það er of seint núna en þegar við erum búnar að læra þá drífum við í þessu.

 9. Ösp Sunnudagur, 26 nóvember 2006 kl. 19:58 #

  Geir er aðeins of glettinn á þessari mynd til að ná fullum virðugleika, gaman að sjá að Ameríka hefur ekki taken away your looks þar sem þú ert mega sæt á paramyndinni af þér og Geir. Hlakka til að sjá þig, við munum hafa 10 daga saman.

  kv.

 10. Sigga Mánudagur, 27 nóvember 2006 kl. 10:58 #

  Djöfull ertu pro, Valla… með RSS! Ég er búin að subscriba mig á RSS hjá þér. Nú er sko pressa að blogga sem oftast!

  (Er þetta kannski innbyggt í WordPress?)

 11. Alma Mánudagur, 27 nóvember 2006 kl. 14:41 #

  Mér finnst kápan ægilega sæt líka. Við systir hugsum líkt. Þótti ægilega leiðinlegt að vera með góða sjón og geta ekkert hjálpað þér varðandi linsurnar.

 12. Edda Miðvikudagur, 29 nóvember 2006 kl. 11:25 #

  Erhm….
  Valla, ég hélt þú vissir að ég á ekki kærasta og hann heitir ekki Trausti. Mér þykir mjög óþægilegt að sjá svona staðreyndarvillur um sjálfa mig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: