Próf smóf

11 Des

Það er prófatíð og þar sem prófum fylgir ofvirkni í blogglestri og ég er búin að lesa öll blogg svo oft að þeir bloggarar sem skoða teljarana sína fara að halda að ég sé ástfangin af þeim þá ákvað ég að lesa bara mitt eigið blogg frá 2003 (já ég er djúpt sokkin, en þetta er ansi stressandi prófalestur). Tvær færslur vöktu sérstaklega áhuga minn og virðast þær hafa verið skrifaðar um svipað leyti árið 2002. Þess má geta að mér fannst ég vera ótrúlega sniðug og fullorðin at the time. Já og að ég var eiginlega duglegri að læra þá, en líka iðnari við að mæta seint o.s.frv. Núna hef ég ekki misst úr einum einasta tíma (persónulegt met frá því í grunnskóla slegið).

Hér er best of:

Þessi færsla sýnir glögglega hvað ég er frek.

Til varnar jólunum
Nú er nóg komið af nöldri um jólin. Tvær tegundir af fólki virðast keppast um að skemma jólin fyrir öðrum. Það eru þeir sem byrja í október (IKEA, Kringlan, Létt 96,7) og þeir sem æsa sig yfir því að það sé búið að skemma jólin (þið vitið hver þið eruð, no hard feelings 🙂 ). Ég er orðin dauðþreytt á vitleysunni og kjánaskapnum í báðum tegundum og hef því sett fjórar ALLSHERJARjólareglur sem ber að fara eftir í einu og öllu. Þið sem viljið mótmæla þessum reglum getið haft samband við lögfræðing minn, Pál Heimisson…ef þið þorið.

1. Mánuði fyrir jól mega opinberar stofnanir og verslanir setja upp jólaljós og skreytingar. Þá mega líka allir sem vilja byrja að hlakka til og kaupa jólagjafir. Þann sem brýtur þessa reglu ber að sniðganga þar til hann hefur annaðhvort snúið frá villu síns vegar eða 24. nóvember hefur runnið upp.2. Daginn fyrir fyrsta í aðventu má hinn almenni borgari skreyta hús sitt og útvarpsstöðvar hefja spilun á jólalögum. Sömuleiðis skal sniðganga þá aðila sem brjóta þessa reglu. [Undantekningar skulu þó gerðar fari 1. desember á undan fyrsta í aðventu.]

3. Það má ekki opna einn einasta pakka fyrir klukkan sex á aðfangadagskvöld! (sjá Geirs blogg) Þeir sem brjóta þessa reglu mega búast við því að allar gjafir sem þeim berast verði sendar til fátæku barnana í Afríku

4. Enginn er skyldugur til að taka til í herberginu sínu fyrir jólin. Það er bæði ópraktískt og skemmir jólaskapið. Á reglubrjóta skal beita þagnarmeðferð eða samviskubitsaðferð(sjá Mæðrahandbókina) í allt að þrjá daga.

Fari allir eftir þessum reglum ætti jólahaldið að ganga auðveldlega fyrir sig. Þær eru ekki flóknar og afar sanngjarnar. Svo eru smá viðbætur sem hjálpa til en gæti reynst mörgum erfitt að fara eftir:

a) Ekki láta efnishyggjuna og stressið ná tökum á þér [Undantekning: Prófstress er leyfilegt].b) Ekki ergja þig yfir smámunum og þeim sem fara ekki eftir viðbót a).

c) Mundu að bursta tennurnar eftir hvern mola í Lions jóladagatalinu.

d) Pakkar sem eiga að fara til útlanda verða að vera komnir í póst fyrir 3. desember.

Þessi sýnir hvað ég er löt.

Matlab er dauðans 
Viðvörun: Ef þú ert ekki skráð/ur í kúrsinn Tölvunarfræði 1a þá skaltu ekki lesa þetta. Þú deyrð úr leiðindum og skilur ekkert afhverju ég er að væla. Mig langar bara svo að rasa út með þetta helv. skilaverkefni 8. Ég hata Matlab verkefnið sem við eigum að skila á morgun. Urrg…af hverju þurfum við að læra Matlab (ok ég veit af hverju) af hverju gerum við allt svona ekki bara í Java? Java er miklu skemmtilegra en Matlab. Takk fyrir að láta okkur fá eitt asnalegt verkefni sem gildir tvö skil í stað þess að láta okkur fá tvö góð verkefni sem gilda eitt skil hvort. Reyndar er verkefnið örugglega ágætt en ég er bara ekki nógu skilvirk (mjög gott orð skv. Jóni Erlends). Áðan fór ég glöð og reif úr stærðfræðigreiningu og ætlaði að gefa mér heila 10 tíma til að klára verkefnið en viti menn…ég er búin að eyða 5 tímum af þessum 10 í bull og vitleysu og allt annað en helv. djöf. verkefnið. Það er ekki við hæfi að blóta skv. Texas etiquette svo ég skrifa bara helv. o.s.frv.. Anyway…fyrst varð ég nú að borða, ok það er eðlilegt, svo varð ég nú aðeins að klára að lesa eina smásögu, fyrst ég var byrjuð á smásögunum hvort eð er þá gat ég nú allt eins klárað bókina, og þar sem ég var á annað borð lögst upp í rúm þá var ekki úr vegi að leggja sig aðeins. Æj æj…klukkan er orðin 3…best að kveikja á tölvunni og byrja á verkefninu…eyða svona 5 mínútum í að skrifa 9 auðveldustu línurnar í forritinu og svo 115 mínútum (men hvað ég er góð í reikningi) í að slæpast á netinu og vorkenna sjálfri mér. En nú líður mér vel fyrst ég er búin að skrifta fyrir þeim örfáu hræðum sem lesa bloggið mitt. Nú get ég haldið áfram að flýja frá Matlab og vesenast á netinu með hreint hjarta. Takk. Fyrir áhugasama þá bendi ég á að kíkja aftur í janúar en þá stefni ég á að gefa út framhaldsbloggið: C++ er dauðans

5 svör til “Próf smóf”

  1. Alma Mánudagur, 11 desember 2006 kl. 13:37 #

    Þú hefur ekkert íhugað að ganga í hóp mannsins sem setti upp heimasíðu og mótmælti fyrirtækjum sem eyðileggja jólaandann með auglýsingum? Hann er víst í samstarfi við norsk samtök. Held að það gæti verið eitthvað fyrir þig.

  2. Ásdís Mánudagur, 11 desember 2006 kl. 19:03 #

    hehe mér finnst nú frekar fyndið að bölva Matlab og lofa Java, svona a.m.k. núna. Var reyndar alveg sammála þér þá því okkur hafði bara ekkert verið kennt Matlab og verkefnið var líka fáránlega snúið eðlis/stærðfræðilega séð jafnvel þótt við hefðum verið með forritinuarpartinn á hreinu. Ekki láta prófastressið alveg fara með þig!;)

  3. Ragnheiður Helga Mánudagur, 11 desember 2006 kl. 21:15 #

    ég man að ég tók tölvunarfræði 1 á sama tíma og við þurftum ekki að gera matlab verkefnið – ég man hvað hlakkaði í mér þegar ég horfði á ykkur vesalingana strögglast við þetta 😉
    en já prófastress – alveg ótrúlegt fyrirbæri, ég er ekki að taka nein próf núna en er alveg að farast úr stressi samt af því ég þarf að búa til próf sjálf sem aðrir þurfa að taka.
    maður virðist aldrei losna úr vítahringnum…

  4. Emil Þriðjudagur, 12 desember 2006 kl. 11:26 #

    Já gott hjá þér að blogga. Ég er akkurat í próflestri og les fáránlega mikið af bloggum og skoða allt of mikið Youtube.Soldið fyndið já.. Ég byrjaði að lesa færsluna um Matlab sem mér fannst mjög athyglisverð lesning þar sem ég vissi ekki að um gamla færslu væri að ræða.

  5. Sigga Þriðjudagur, 12 desember 2006 kl. 17:48 #

    Hahah! Ég byrjaði líka að lesa færsluna um Matlab, fyrirsögnin fangaði mig. Soldið nördalegt.

    Annars langar mig bara aðeins að hnykkja á ágæti Matlabs… en þú hefur vonandi áttað þig á því, svona nú þegar þú ert komin til vits og ára.

    En þú hefur verið vel steikt við þessar skriftir sbr. öll innskotin.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: