Gleymdi að ég skulda, vil ekki enda árið í skuld. Sjóndaprir sem vilja nammið sitt láti mig því vita. Í boði eru Hersey kossar, Reese’s peanut butter cups, bland í poka eða þristar.
Þar sem 2006 er að verða búið og mér finnst óþarfi að sofa á nóttunni eftir að hafa þrísnúið sólarhringnum þá breytti ég útliti bloggsins.
Nú svo verð ég að ergja mig á tvennu. Annars vegar fólki sem segir „ég hata ekki“ þegar það ætlar í raun að segja að því líki eitthvað og hins vegar fólki sem talar um sjálft sig í þriðju persónu og vísar til sín sem karlsins, gæjans, konunnar eða einhvers orðs með ákveðnum greini. Þeir sem segja „[3p et / orð með ákveðnum greini] hatar ekki“ fara mest í taugarnar á mér. Tillaga að áramótaheiti fyrir karlinn, gæjann, konuna sem hatar ekki er því að hætta þessu, þetta er asnalegt. Mér finnst samt voðalega gott að lifa lífi þar sem ég get leyft mér að láta þetta fara mest í taugarnar á mér af öllu 🙂
Að lokum vil ég þakka singstar félögum fyrir kvöldið. Eyru mín verða aldrei söm eftir þetta fusion af kórsöng, falsettu og ég veit ekki hverju.