Nýtt lúkk, nammi og röfl

30 Des

Gleymdi að ég skulda, vil ekki enda árið í skuld. Sjóndaprir sem vilja nammið sitt láti mig því vita. Í boði eru Hersey kossar, Reese’s peanut butter cups, bland í poka eða þristar.

Þar sem 2006 er að verða búið og mér finnst óþarfi að sofa á nóttunni eftir að hafa þrísnúið sólarhringnum þá breytti ég útliti bloggsins.

Nú svo verð ég að ergja mig á tvennu. Annars vegar fólki sem segir „ég hata ekki“ þegar það ætlar í raun að segja að því líki eitthvað og hins vegar fólki sem talar um sjálft sig í þriðju persónu og vísar til sín sem karlsins, gæjans, konunnar eða einhvers orðs með ákveðnum greini. Þeir sem segja „[3p et / orð með ákveðnum greini] hatar ekki“ fara mest í taugarnar á mér. Tillaga að áramótaheiti fyrir karlinn, gæjann, konuna sem hatar ekki er því að hætta þessu, þetta er asnalegt. Mér finnst samt voðalega gott að lifa lífi þar sem ég get leyft mér að láta þetta fara mest í taugarnar á mér af öllu 🙂

Að lokum vil ég þakka singstar félögum fyrir kvöldið. Eyru mín verða aldrei söm eftir þetta fusion af kórsöng, falsettu og ég veit ekki hverju.

9 svör til “Nýtt lúkk, nammi og röfl”

 1. Helga Laugardagur, 30 desember 2006 kl. 17:10 #

  Flott lúkk
  Ég mótmæli hins vegar þessu nöldri þínu, ég segi oft að ég hati ekki að gera eitthvað og það kemur alveg fyrir að ég tali um sjálfa mig í 3.persónu 😉
  Þetta er meira svona smekkur hvers og eins =)

 2. Guðný Sunnudagur, 31 desember 2006 kl. 15:03 #

  úff hvað ég er sammála þér 😀 Það er einstaklega hallærislegt þegar fólk talar um sjálfan sig í þriðju persónu! að mínu mati og að sjálfsögðu má hver og einn hafa sína skoðun!!! Hafðu það gott í kvöld snúlla

 3. Ösp Sunnudagur, 31 desember 2006 kl. 16:50 #

  kjédlingin hatar ekki nýja lúkkið… 😉
  stælar eru náttúrulega ekki aðlaðandi.
  Annars swept Palli mig off my feet (þoli ekki þegar íslendingar tala ensku;) með ljúfum drengjakórssöng sínum.

 4. Arnþór L Arnarson Mánudagur, 1 janúar 2007 kl. 3:24 #

  Til hamingju með nýja útlitið. Þetta er mun tærara og skilvirkara, í það minnsta fær maður það á tilfinninguna. ( Og það skiptir nú öllu máli. 😉 )

  Ég verð að vera soldið ósammála þér í málfarsgagnrýnni. Mér þykir alltaf mjög gaman að sjá allskyns útúrsnúninga á máli og málvenjum. Ég ætla að það sé merki um að mál sé ekki dautt og í endurnýjun. ( Er tilviljun að leikur og líf byrja bæði á elli? ( Já, áreiðanlega en mér finnst svakalega hentugt að setja þessi orð hlið við hlið í þessu samhengi. Þau eiga í það minnsta ellið sameiginlegt. 😉 ))

  Og svo, gleðilegar hátíðir og æðisgengið nýtt ár!

 5. Arnþór L Arnarson Mánudagur, 1 janúar 2007 kl. 3:29 #

  Já og skilaðu kveðju til broskallsins þarna efst til vinstri og segðu honum að hann sé á réttri hillu í lífinu og ég sé alveg sammála; maður á ekkert að vera að hætta að brosa neitt.

 6. Geir Mánudagur, 1 janúar 2007 kl. 20:26 #

  Ég er sammála þér, mér finnst fremur kjánalegt að sjá fólk tala um sig sjálft í 3. persónu. Ég fyrirgef Caesari það, en aðrir hvorki tala né skrifa jafn glæsilega og Caesar. Hananú! Og ég er sammála þér um hitt líka, það er ákjósanlegra að segja bara skýrt það sem maður meinar fremur en að böglast með því að neita hinu gagnstæða; samt er ekkert að úrdrætti sem slíkum, ef fólk kann að fara með hann. En að lýsa yfir velþóknun sinni með því að segjast ekki hata eitthvað (sterk orð), það er svolítið dólgsleg málnotkun.

  Gleðilegt ár allir!

 7. Freyja alone in Auckland Mánudagur, 8 janúar 2007 kl. 9:56 #

  well, eg er alveg sammala ad tetta er asno. En eins og er ta tala eg mjog faranlegt mal dagsdaglega, mix af saensku, donsku, islensku og Ny sjalenskum slettum sem eru faranlegar! Jabbs, eg held ad eg geti ekki gagnrynt folk fyirr lelegt tungumal 🙂

 8. Ösp Miðvikudagur, 10 janúar 2007 kl. 14:13 #

  hæ var að lesa þetta með falsettuna og það allt og er enn hlæjandi hahaha þetta var alltof hressandi kvöldstund 🙂

 9. Alma Þriðjudagur, 23 janúar 2007 kl. 13:59 #

  Minns hatar ekki að syngja í Singstar með þínum…;)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: