Sarpur | 22:18

Sexy sögur…

2 Jan

Í gær urðu fjórar manneskjur fyrir verulegum vonbrigðum af mínum völdum. Þessar fjórar manneskjur eiga það allar sameiginlegt að hafa googlað „sexy sögur“ því þeir sem það gera fá þetta blogg í þriðja sæti. Aumingja fólkið hefur síðan smellt á tengilinn og uppskorið lítið annað en nöldur um málfar og myndir af nördum með hárkollur. Sennilega hef ég því óafvitandi drepið alla sexy stemmningu…ekki í fyrsta skipti. Aumingja litlu perrarnir, fyrir þá set ég hér smekklega dónamynd frá því í gamla daga.

Einhver Norsari hefur síðan googlað Ikea Valla (Valla er held ég smábær í Noregi) og þar er þessi síða fyrst á lista. Fyrir hann get ég lítið gert.