Sarpur | 6:56

Steik…

8 Jan

Áðan var ég að taka til og fann þá poka frá versluninni Forever 21 sem er góð búð bæði fyrir sparsama og aldurskomplexaða. Jæja, það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að neðst á pokanum stendur John 3:16 (með fylgir minnsta mynd í heimi af pokanum). Ég hugsaði strax nei hættið nú alveg þarna klikkuðu repúblikanarnir ykkar (þetta eru fordómar og ég veit það og er að reyna vinna í þeim, þessir fordómar mínir eru aðallega byggðir á Ann Coulter sem ég hata eins mikið og hægt er að hata einhvern sem maður aldrei hefur hitt) en eftir gúgl og grams á netinu komst ég að því að eigandinn er guðhræddur Kóreubúi sem nýtir innkaupapoka sem einhvers konar trúarjátningu. Fordómunum þar með troðið ofan í kok. Spes samt…

img_0807-1.jpg