Steik…

8 Jan

Áðan var ég að taka til og fann þá poka frá versluninni Forever 21 sem er góð búð bæði fyrir sparsama og aldurskomplexaða. Jæja, það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema vegna þess að neðst á pokanum stendur John 3:16 (með fylgir minnsta mynd í heimi af pokanum). Ég hugsaði strax nei hættið nú alveg þarna klikkuðu repúblikanarnir ykkar (þetta eru fordómar og ég veit það og er að reyna vinna í þeim, þessir fordómar mínir eru aðallega byggðir á Ann Coulter sem ég hata eins mikið og hægt er að hata einhvern sem maður aldrei hefur hitt) en eftir gúgl og grams á netinu komst ég að því að eigandinn er guðhræddur Kóreubúi sem nýtir innkaupapoka sem einhvers konar trúarjátningu. Fordómunum þar með troðið ofan í kok. Spes samt…

img_0807-1.jpg

3 svör til “Steik…”

  1. Ragnheiður Helga Mánudagur, 8 janúar 2007 kl. 19:57 #

    Ertu ekki að grínast – hvernig ætli allir þessu „ókristnu“ í Ameríkunni taki þessu? Ætli þeir fatti þetta?

  2. Valla Þriðjudagur, 9 janúar 2007 kl. 3:22 #

    Já, það er einmitt það sem ég hugsaði og ástæða pirringsins.

  3. Ásdís Fimmtudagur, 11 janúar 2007 kl. 3:38 #

    já mér finnst þetta mjög góð búð og á ófáa poka úr henni. Aldrei tekið eftir þessu. Ég er samt alveg sammála þér, þoli ekki þegar fólk er að reyna að „troða trúnni sinni upp“ á aðra (af því að það hljóti náttúrulega að vera hinn heilagi sannleikur).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: