Sarpur | 4:24

Leti og löðurmennska

16 Jan

Nú sit ég ekki í kotinu okkar heldur í einhvers konar lærdómsmusteri sem Geir hefur aðgang að. Fórum hingað þar sem ég kem mér aldrei að verki ef ég get mögulega gert eitthvað annað. Musterið er sennilega á stærð við Dómkirkjuna og mikið skreytt. Það eina sem skemmir rómantíkina og kósíheitin í þessari fullkomnu lærdómsaðstöðu er flóðljósið í loftinu. Hverjum datt það eiginlega í hug? Ég tel mér trú um að þetta ljós slökkvi fróðleiksþorsta minn ekki letin. Mér finnst annars skrítið að innrætta lærdómsaðstöðu eins og kirkju. Litað gler í gluggum, útskorið tré og hvolfþak. Stundum er Princeton svo súrrealískur bær. Annars er mjög lítið af okkur að frétta. Skólinn byrjaði í seinustu viku hjá mér en Geir er í prófalestri. Veðrið hérna er gott, eiginlega of gott. Það er svona útlandalykt úti. Mér líst ekki á þessa þróun, það verður hlýrra með hverju árinu. Jæja ég er hætt að fresta. Þau sem hafa áhuga á kirkjulegum húsum geta séð lærdómsmusterið hér: http://etcweb.princeton.edu/Campus/text_Chancellor.html