Leti og löðurmennska

16 Jan

Nú sit ég ekki í kotinu okkar heldur í einhvers konar lærdómsmusteri sem Geir hefur aðgang að. Fórum hingað þar sem ég kem mér aldrei að verki ef ég get mögulega gert eitthvað annað. Musterið er sennilega á stærð við Dómkirkjuna og mikið skreytt. Það eina sem skemmir rómantíkina og kósíheitin í þessari fullkomnu lærdómsaðstöðu er flóðljósið í loftinu. Hverjum datt það eiginlega í hug? Ég tel mér trú um að þetta ljós slökkvi fróðleiksþorsta minn ekki letin. Mér finnst annars skrítið að innrætta lærdómsaðstöðu eins og kirkju. Litað gler í gluggum, útskorið tré og hvolfþak. Stundum er Princeton svo súrrealískur bær. Annars er mjög lítið af okkur að frétta. Skólinn byrjaði í seinustu viku hjá mér en Geir er í prófalestri. Veðrið hérna er gott, eiginlega of gott. Það er svona útlandalykt úti. Mér líst ekki á þessa þróun, það verður hlýrra með hverju árinu. Jæja ég er hætt að fresta. Þau sem hafa áhuga á kirkjulegum húsum geta séð lærdómsmusterið hér: http://etcweb.princeton.edu/Campus/text_Chancellor.html  

Auglýsingar

3 svör to “Leti og löðurmennska”

 1. Geir Miðvikudagur, 17 janúar 2007 kl. 4:22 #

  Þú verður að finna út úr því hvernig væri betra að lýsa upp musterið, því við ætlum nefnilega að fá okkur svona bókastofu á okkar heimili í framtíðinni …nákvæmlega eins.

 2. Arnþór L. Arnarson Miðvikudagur, 17 janúar 2007 kl. 11:40 #

  Pant koma í heimsókn til ykkar! Á hverjum f***ing degi! 😀

 3. Bylgja Föstudagur, 26 janúar 2007 kl. 12:12 #

  Sæl Valla mín.
  Hvað segir þú um að miðla til mín emailinu þínu.
  kveðja frá álverinu á Reyðarfirði
  Bylgja mælingamaður

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: