Bloggað fyrir tré og spjót

3 Feb

…tryggustu lesendur mína. Ég er komin með nýtt áhugamál. Þetta áhugamál bætist við aragrúa töff áhugamála eins og smáauglýsingalestur, netpróf og húsgagnaleit í ruslagámum. Nú er ég lögst í ferðabloggslestur. Þetta er að sjálfsögðu bara tilbrigði við stef þar sem persónunjósnir hafa lengi verið mikið áhugamál og ef ég má segja, hæfileiki. Þessi perversjón hefur samt verið lengi í þróun og byrjaði held ég þegar ég las Jón Indíafara í MR. Uppáhaldsferðabloggið mitt í dag er blogg frænda míns sem ég hef aldrei hitt svo ég muni en mamma hans sagði mömmu minni og sennilega allri stórfjölskyldunni slóðina (við erum skyld í 4. ættlið að mig minnir). Ástæðan fyrir uppáhaldinu er hvað hann tekur ótrúlega flottar myndir. Eiginlega verð ég að viðurkenna að ég les ekkert alltaf textann. Mín versta martröð er að mitt blogg fari á ættarpóstlistann, þá þarf ég að fara skrifa eitthvað gáfulegt. Þess má geta að ferðabloggarinn er bróðir verkfræðiKjartans, sem þar af leiðandi er líka frændi minn. Vissi það samt ekki fyrr en ég var útskrifuð, þ.e. að Kjartan sé frændi minn. Svo er kunningi Geirs sem ég hef bara hitt einu sinni og þá var ég því miður með endæmum hress og tók upp á að kynna mig sem var ekki sniðugt, sem betur fer man annað fólk vanalega ekki eftir svona vitleysu þó ég muni allt. Svo er vinkona Guðnýjar frænku og svo framvegis. Þetta er endalaus brunnur og góð upplyfting. Mæli með þeim fyrir lasarusa sem eru búin að lesa allt sem þeir komast í. Get sent tengla ef vill.

 Annars er allt gott að frétta af mér. Skólinn er kominn á fullt skrið og ég er aðallega að vinna að tveimur ritgerðum, önnur er um beinþynningu og hin er um HIFU (High Intensity Focused Ultrasound) sem ég skal útskýra betur þegar ég er búin að skrifa ritgerðina en það er fáránlega spennandi efni. Síðan fyrir mánaðarmót þarf ég að ákveða hvaða kúrsa ég vil taka í mastersnáminu og hvort ég ætla að skella mér í rannsóknir og skrifa ritgerð eða taka kúrsa og vinna í 6 mánuði (prógrammið býður upp á 6 mánaða internship án vegabréfsáritunarvesens). Báðir möguleikarnir hafa kosti og galla og ég veit ekki alveg í hvorn fótinn ég á að stíga.

Svo ætlum við Gear (usa framburður) að reyna að prófa að fara í leikfimi í næstu viku því það er ókeypis 🙂 Námskeiðin sem boðið er upp á eru fjölbreytileg. T.d. getum við lært Swedish Massage og hip hop dans. Tagline-ið fyrir hip hopið er Want to learn the MTV style of dancing? Lokkandi en þökk sé Ragnheiði leikfimikennara („þið lélegu þarna aftast“) þá hef ég litla trú á hæfileikum mínum til að læra spor. Dansa bara freestyle.

Yfir í annað. Ég fékk skrítna hugmynd í dag sem mér finnst samt vera framkvæmanleg. Meira um það seinna þegar ég er búin að útfæra hana betur.  

5 svör til “Bloggað fyrir tré og spjót”

 1. bjarnheidur Laugardagur, 3 febrúar 2007 kl. 16:33 #

  ég kíkti líka mjög oft hingað þar til um daginn að google-rss-segir-þér-hvenær-bloggið-er-uppfært uppgötvaðist 🙂 hmmm… kíki reyndar ennþá oft svona til að lesa aftur færslur – og er alveg sammála að ferðablogg eru skemmtileg!
  ef þetta hip-hop-dót er svona clown og krump þá er það örugglega mjög fyndið, skemmtilegt og mjög svo free-style – í partýi í sumar var stelpa sem reyndi að kenna okkur nokkrum krump og við lágum í gólfinu af hlátri það sem eftir var 😛
  en annars langaði mig að misnota kommentakerfið til að benda ösp á að lesa síðustu færsluna mína ef henni leiðist (og ef mögulegt er að komast gegnum pistilinn – sé það eftir á að hann er helst til langur!) væri gaman að fá komment…

 2. Ösp Mánudagur, 5 febrúar 2007 kl. 10:30 #

  hei Valla, ég var líka lélega stelpan aftast og samt ætlaði ég að skrá mig í einhverju mikilmennskubrjálæði á námskeið með Elísabetu sem er mega pró. Skelltu þér stelpa, þú ert allavegana með ryþmann í þér það má Guð vita. Alma var að pæla í að fara í magadans fyrir innflytjendur eða Bollywood eða einhverja aðra fyndna steik, nú skora ég bara á þig og Geir að toppa það val! 🙂

 3. Alma Fimmtudagur, 8 febrúar 2007 kl. 11:05 #

  Ég beilaði á báðu, enda á ég ekki íþróttaföt. Hver er spjót? Ég veit hver tré er en ekki spjót. Ferðablogg eru skemmtileg, ég er samt núna á sjúkdómabloggatímabili.

 4. Ösp Sunnudagur, 11 febrúar 2007 kl. 20:20 #

  Alma fórstu út í það útfrá linkunum sem ég gaf upp? Valla þinn dyggasti lesandi bíður þolinmóður eftir næsta bloggi

 5. Ásdís Föstudagur, 16 febrúar 2007 kl. 3:15 #

  Hver er hugmyndin? Það er bannað að byrja á e-u spennandi og klára það ekki! En heyrðu segir þú ramba eða vega salt?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: