Sarpur | mars, 2007

Ritgerð nr. 2

17 Mar

Writing is easy:  All you do is sit staring at a blank sheet of paper until drops of blood form on your forehead.  ~Gene Fowler

Sönn orð, ég hata ritgerðarskrif og vil bara fá að sitja í friði og reikna dæmi. Takk fyrir. Communication skills eru fyrir aumingja.

Ég mæli með…

10 Mar

http://www.truno.blog.is/blog/truno/entry/141871/

Hins vegar mæli ég ekki með ómálefnalegum kommentum sem fylgja greininni.

Að skrifa ritgerðir

9 Mar

er ekki góð skemmtun. Að búa til kvikmyndir er aftur á móti prýðisskemmtun. Sigrún Þöll byrjaði trendið og bjó til 4 pólitískar myndir um málefni sem brenna á landanum, málefni eins og launabaráttu kennara og stjörnudýrkun. Mína mynd má finna hér, hún er ekki pólitísk (eins og leikstjórinn) og gerist í Kópavogi. Plís plís plís sendiði mér ykkar myndir eða setjið link í kommentakerfið, þetta er vanabindandi og mjög skemmtilegt.

Lítil fjölskylda verður stærri

8 Mar

Í dag fórum við Geir í dýraathvarf og sóttum litla kisu. Hún er kolsvört og dálítil mannafæla til að byrja með, þrjósk og feimin en ljúf og blíð inn við beinið. Sem stendur er hún undir rúmi og ætlar held ég að búa þar. Við höfum mútað henni með harðfisk, catnip og dóti en ekkert virkar svo ég ætla bara að leyfa henni að koma út þegar hún þorir. Myndatökur hafa því reynst dálítið erfiðar en ég læt fylgja með mynd tekna í athvarfinu. Kisa litla heitir upphaflega Daffodil en eftir gríðarmiklar nafnapælingar þá ákváðum við að hún skyldi heita Snælda, í höfuðið á hinni klóku söguhetju sagnabálksins um Snúð og Snældu. Til að byrja með gengur hún samt undir nafninu „litla hrædda“.

snaelda.jpg

Spes…

5 Mar