Sarpur | 0:54

Lítil fjölskylda verður stærri

8 Mar

Í dag fórum við Geir í dýraathvarf og sóttum litla kisu. Hún er kolsvört og dálítil mannafæla til að byrja með, þrjósk og feimin en ljúf og blíð inn við beinið. Sem stendur er hún undir rúmi og ætlar held ég að búa þar. Við höfum mútað henni með harðfisk, catnip og dóti en ekkert virkar svo ég ætla bara að leyfa henni að koma út þegar hún þorir. Myndatökur hafa því reynst dálítið erfiðar en ég læt fylgja með mynd tekna í athvarfinu. Kisa litla heitir upphaflega Daffodil en eftir gríðarmiklar nafnapælingar þá ákváðum við að hún skyldi heita Snælda, í höfuðið á hinni klóku söguhetju sagnabálksins um Snúð og Snældu. Til að byrja með gengur hún samt undir nafninu „litla hrædda“.

snaelda.jpg