Lítil fjölskylda verður stærri

8 Mar

Í dag fórum við Geir í dýraathvarf og sóttum litla kisu. Hún er kolsvört og dálítil mannafæla til að byrja með, þrjósk og feimin en ljúf og blíð inn við beinið. Sem stendur er hún undir rúmi og ætlar held ég að búa þar. Við höfum mútað henni með harðfisk, catnip og dóti en ekkert virkar svo ég ætla bara að leyfa henni að koma út þegar hún þorir. Myndatökur hafa því reynst dálítið erfiðar en ég læt fylgja með mynd tekna í athvarfinu. Kisa litla heitir upphaflega Daffodil en eftir gríðarmiklar nafnapælingar þá ákváðum við að hún skyldi heita Snælda, í höfuðið á hinni klóku söguhetju sagnabálksins um Snúð og Snældu. Til að byrja með gengur hún samt undir nafninu „litla hrædda“.

snaelda.jpg

8 svör til “Lítil fjölskylda verður stærri”

  1. Ragnheiður Helga Fimmtudagur, 8 mars 2007 kl. 4:42 #

    Hlakka til að sjá kisu – verð að tékka hvort það sé ekki vel farið með hana og svona… finnst ég bera smáábyrgð 😉

  2. bjarnheidur Fimmtudagur, 8 mars 2007 kl. 22:03 #

    Til hamingju með snældustýrið! Heimili verður einhvern veginn meira heimili með kisu finnst mér og ég vona að það eigi við hjá ykkur 🙂

  3. Alma Föstudagur, 9 mars 2007 kl. 10:19 #

    Ég veit ekki hvort mér finnst hún líkari þér eða Geir. Hún virðist með húðina þína en göngulagið hans Geirs…Til hamingju!

  4. Guðný Föstudagur, 9 mars 2007 kl. 16:34 #

    Mér finnst hún algert beauty 😀 mig langaði alltaf svo í svarta kisu en kiddi var eitthvað erfiður 😀 svo þegar þið flytjið heim þá takiði kisu með og við getum planað svona playday hjá Snældu og Perlu og svo þurfum bara að finna einn Snúð 😀 hehehehehehhe

  5. Rásta Laugardagur, 10 mars 2007 kl. 20:47 #

    Til hamingju með kisuna, hún er ferlega sæt:)

  6. Geir Sunnudagur, 11 mars 2007 kl. 6:24 #

    Kötturinn er skáld!

  7. Jonas Þriðjudagur, 27 mars 2007 kl. 9:33 #

    mer finnst hun svoldid feit. Eg myndi reyna ad halda henni fra Katnippinu og odrum kaloriurikum skyndibita og reyna ad fa hana til ad borda meiri hardfisk og ferskt faedi, avexti, graenmeti o.s.frv.

  8. Ösp Föstudagur, 13 apríl 2007 kl. 23:52 #

    úff jónas ég hélt að engin ætlaði að segja þetta og já halda henni frá pillunni og fá hana til að hreyfa sig reglulega

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: