Sarpur | apríl, 2007

Aetla ekki ad vera moggabloggari…

20 Apr

en eg held ad thessi madur hafi fengid goda hugmynd: http://www.mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1265635 

Annars er helst i frettum ad eg komst ad thvi ad fodurbrodir vinar mins er forsaetisradherra Taiwan og thess vegna tharf sambaerilega oryggisgaeslu og a flugvollum thegar vinur minn giftir sig…gott ad mer er ekki bodid.

Hrakfarir…varúð leiðindafærsla

17 Apr

Fyrir þá sem suða og suða og suða og suða þá kemur hér smá blogg þó ég sé með eindæmum andlaus í dag. Þar hefnist ykkur fyrir suðið.

Helst í fréttum er að það ég fór til Seattle (sjá myndskreytt Ásdísarblogg), fékk þar leiðindakvef og kom svo til baka til manns og kattar sem höfðu bundist vináttuböndum og eru nú í liði gegn mér. Svo komu páskar þar sem ég át nógu mörg egg til að fá þrisvar sama málsháttinn (og reikniði nú!). Systir Ragnheiðar Helgu var svo góð að bjóða okkur í frábæran páskamat og bjargaði það alveg fjölskyldulausum páskum.

Ég er líka tvisvar búin að reyna að fara til New York að kjósa en báðar tilraunir hafa mistekist. Fyrst fengum við ekki stæði á lestarstöðinni svo við fórum á næstu lestarstöð. Þar voru heldur engin stæði svo við ákváðum að taka strætó á lestarstöðina. Mér þótti við ansi heppin að ná strætó strax og hlakkaði til að koma til borgarinnar. Eftir svona 100 m í strætó stoppaði bílstjórinn og henti öllum út því hurðin var biluð. Hann vissi ekkert hvenær næsti strætó kæmi svo við gáfumst bara upp þann daginn og ákváðum að reyna aftur seinna. Í dag vorum við svo búin að ákveða að vakna eldsnemma, taka strætó (lærum að reynslunni) til að sleppa við bílastæðavandræði og ná jafnvel að kjósa fyrir hádegi. Reyndar átti að vera stormur en óviðri hér í New Jersey flokkast rétt svo sem skítaveður á íslenskan mælikvarða svo við höfðum litlar áhyggjur. Jæja, rúmlega sjö vorum við mætt í strætóskýlið. Leið og beið og enginn kom strætóinn, við gáfumst svo upp upp úr átta. Strætó var víst veðurtepptur vegna flóða. Ég er orðin frekar óviss um að ég ætli að kjósa rétt… Flóðin komu líka í veg fyrir að ég kæmist í skólann en urðu til þess að ég sá konu sem var fjólublá af reiði…það var gaman. Hef aldrei séð jafnmikla heift. Hún var líka föst í umferðarteppu í svona 2 klst.

reidi.jpg

Þessi gaur er næstum því jafnreiður en ekki jafnfjólublár