Hrakfarir…varúð leiðindafærsla

17 Apr

Fyrir þá sem suða og suða og suða og suða þá kemur hér smá blogg þó ég sé með eindæmum andlaus í dag. Þar hefnist ykkur fyrir suðið.

Helst í fréttum er að það ég fór til Seattle (sjá myndskreytt Ásdísarblogg), fékk þar leiðindakvef og kom svo til baka til manns og kattar sem höfðu bundist vináttuböndum og eru nú í liði gegn mér. Svo komu páskar þar sem ég át nógu mörg egg til að fá þrisvar sama málsháttinn (og reikniði nú!). Systir Ragnheiðar Helgu var svo góð að bjóða okkur í frábæran páskamat og bjargaði það alveg fjölskyldulausum páskum.

Ég er líka tvisvar búin að reyna að fara til New York að kjósa en báðar tilraunir hafa mistekist. Fyrst fengum við ekki stæði á lestarstöðinni svo við fórum á næstu lestarstöð. Þar voru heldur engin stæði svo við ákváðum að taka strætó á lestarstöðina. Mér þótti við ansi heppin að ná strætó strax og hlakkaði til að koma til borgarinnar. Eftir svona 100 m í strætó stoppaði bílstjórinn og henti öllum út því hurðin var biluð. Hann vissi ekkert hvenær næsti strætó kæmi svo við gáfumst bara upp þann daginn og ákváðum að reyna aftur seinna. Í dag vorum við svo búin að ákveða að vakna eldsnemma, taka strætó (lærum að reynslunni) til að sleppa við bílastæðavandræði og ná jafnvel að kjósa fyrir hádegi. Reyndar átti að vera stormur en óviðri hér í New Jersey flokkast rétt svo sem skítaveður á íslenskan mælikvarða svo við höfðum litlar áhyggjur. Jæja, rúmlega sjö vorum við mætt í strætóskýlið. Leið og beið og enginn kom strætóinn, við gáfumst svo upp upp úr átta. Strætó var víst veðurtepptur vegna flóða. Ég er orðin frekar óviss um að ég ætli að kjósa rétt… Flóðin komu líka í veg fyrir að ég kæmist í skólann en urðu til þess að ég sá konu sem var fjólublá af reiði…það var gaman. Hef aldrei séð jafnmikla heift. Hún var líka föst í umferðarteppu í svona 2 klst.

reidi.jpg

Þessi gaur er næstum því jafnreiður en ekki jafnfjólublár

Auglýsingar

9 svör to “Hrakfarir…varúð leiðindafærsla”

 1. bjarnheidur Þriðjudagur, 17 apríl 2007 kl. 9:42 #

  Jahérnahér! Vonandi gildir hérna að „allt er þá þrennt er“ og þriðja tilraun lukkist gríðarvel. Hvernig eru kisinn og maðurinn á móti þér? Skil ekki alveg… földu þeir öll eggin? Eða átu þau og skildu bara málshættina eftir?

 2. Alma Þriðjudagur, 17 apríl 2007 kl. 12:59 #

  Er ekki auðveldara bara að fljúga til Kaupmannahafnar og fá að kjósa í sendiráðinu þar? 😀

 3. Arnþór L. Arnarson Þriðjudagur, 17 apríl 2007 kl. 13:13 #

  Þetta var bara góð færsla hjá þér. Ekkert sérstakt andleysi að merkja.

  Ég mæli annars með því að hjóla á lestarstöðina og taka hjólin bara með. Þ.e.a.s. ef þetta er ekki of langt fyrir ykkur.

  – „Venjulegt“ fólk ætti að hafa í sér að hjóla c.a. 40-50 km á rólegu tempó ( lötur hægt ).

 4. Ásdís Þriðjudagur, 17 apríl 2007 kl. 15:22 #

  hehe já það ætlar að verða erfitt að kjósa hérna í USA:S Ég er ENN með kvefið!

 5. Geir Þriðjudagur, 17 apríl 2007 kl. 22:14 #

  Já, næst hjólum við!

 6. Ragnheiður Helga Þriðjudagur, 17 apríl 2007 kl. 23:20 #

  Þetta er alveg augljóst. Ég held þið þurfið hreinlega að íhuga betur hvað þið ætlið að kjósa. Þetta gekk svona hjá mér í fyrra líka – tók reyndar bara tvær tilraunir en ég hugsaði málið amk betur áður en ég gerði seinni tilraunina.
  Þegar æðri máttaröflin taka svona málin í sínar hendur þá verður maður að hugsa… hehe
  …svo er náttúrulega annað mál hvort ég hafi breytt atkvæði mínu í fyrra 😉

 7. Ösp Miðvikudagur, 18 apríl 2007 kl. 1:51 #

  ji er hann á lausu mikið er hann hot,

  annars takk fyrir að umbera einsleitt umræðuefni mitt á msn síðustu daga 🙂 kláraði tuttugustu blaðsíðuna áðan og sendi 🙂

 8. Ösp Fimmtudagur, 19 apríl 2007 kl. 15:52 #

  ég ætla ekki einu sinni að reyna að reikna þetta með málshættina út, en ég hugsaði einmitt mikið til þín um páskana, þú færð nefla alltaf svo mörg páskaégg:) var að pæla hvort fólk hefði nennti að standa í því að senda þér, en þarna er svarið,
  gleðilegt sumar ! 🙂
  kv.
  Ösp

 9. Arnþór L. Arnarson Föstudagur, 20 apríl 2007 kl. 14:36 #

  Strangt til tekið er svarið auðvitað 3 egg.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: