Sarpur | 15:32

Blikk blikk

8 Maí

Eru einhverjir fleiri sem fríka út af hræðslu þegar Eiríkur blikkar í spron auglýsingunni á mbl.is og visir.is? Fyrst efaðist ég um geðheilsuna en núna er ég eiginlega nokkuð viss um að mig langar ekkert að vera blikkuð af rauðhærðum rokkurum.

Staðgöngubloggarar

8 Maí

Á liðnum misserum hef ég gerst sek um einstaka leti í tilkynningarskyldu og bloggi og er nú svo komið að færslur eru nær eingöngu skrifaðar að áeggjan Aspar eða Ásdísar. Í dag hélt ég að það væri komin mjög patent lausn á þessum vanda. Ég er nefnilega búin að komast að því að með því að skoða bloggið hennar Ásdísar eða Ragnheiðar Helgu þá er hægt að fylgjast með flestöllu sem gerist í mínu lífi. Hins vegar, eftir að hafa gert þessa uppgötvun og orðað hana við þær stöllur á feisbúkk er ég eiginlega komin á þá skoðun að sennilega ætti ég SJÁLF að blogga aðeins oftar og hygst nú bæta mig hægt og rólega.