Austur-Evrópu mafían og stjórnarmyndunarviðræður

14 Maí

…skipta mig litlu máli en ég hef séð að þessi umræðuefni eru mjög móðins í netheimum og er að reyna að laða að lesendur. Sjálf er ég að njóta síðustu vikna æsku minnar og að melta með mér erfiða ákvörðun (þeir sem vita vita hinir fá að vita fyrir afmælið mitt þegar ég loksins ákveð þetta, ekki ólétt til að róa áhyggjufulla og svekkja t.d. Eddu). Er í átaki við að reyna að vakna snemma (kl. 7) og hafa hreint og snyrtilegt þar sem þvert á eðli mitt þá finnst mér þægilegra að hafa hreint og kem meiru í verk ef ég drullast til að vakna. Hingað til hef ég enst í tvo daga sem er persónulegt met. Afleiðingarnar eru samt að ég lít út eins og hálfviti (bólgin, rauð og með kóngabláa bauga, líkist helst fánanum) og get hvorki talað íslensku né ensku. Í gær „hljóp“ ég í 5 km hlaupi ásamt tugum þúsunda Philadelphiu-búa. Hlaupið var til styrktar brjóstakrabbameinsrannsóknum og það var ótrúlegt að sjá hve margir hafa misst einhvern úr brjóstakrabba, hafa lifað hann af eða vilja einfaldlega styrkja málefnið. Setti inn nokkrar misgóðar myndir frá því í apríl og maí. Fyrstu myndirnar eru frá íslenskri súkkulaðismökkun sem við stóðum fyrir ásamt Ragnheiði Helgu eftir að hafa uppgötvað að Whole foods selur suðusúkkulaði. Skeifan á andliti mínu er vegna kvefs sem olli því að ég fann EKKERT BRAGÐ. Næsta syrpa er af bleikum blómum í Princeton og var tekin fyrir Guðrúnu Helgu og svo er það hlaupið. ENJOY!

Myndir

5 svör til “Austur-Evrópu mafían og stjórnarmyndunarviðræður”

 1. Freyja Mánudagur, 14 maí 2007 kl. 19:43 #

  vúhúhúúúú! æði að þú bloggir. Blogga meira. Meira. Meira!

  Bið að heilsa Kisa.

  P.s. já heldur ekkert tími til kominn að verða ólétt núna!

 2. Guðrún Helga Mánudagur, 14 maí 2007 kl. 19:44 #

  Oh, þessi blóm eru svo falleg 🙂 Myndirnar líka þið eruð samt pínu fyndin á svipin hehehe 😉
  Takk!!

 3. Ösp Fimmtudagur, 17 maí 2007 kl. 15:20 #

  hey það var aftur verið að bjóða mér það sem þú ert að velkjast yfir! það var eftir að é g messaði yfir einstaklingi um nýtt dæmi sem ég er að kynna mér, ég er að freistast……
  kannski verðum við eins 😀
  það er miklu auðveldara að vakna snemma þegar það er sól en annars hjálpar kaffi og nammi alltaf;)
  gerðu eins og ég sagði
  kv.
  Ösp

 4. Ösp Sunnudagur, 20 maí 2007 kl. 20:42 #

  smá ráð frá mömmu omega þrír fitusýrur virka að sögn bæði hómópata og lækna… hressandi hvað ég og mamma erum á sömu línu varðandi hollustu 😉

 5. Alma Mánudagur, 21 maí 2007 kl. 11:00 #

  Ég er ein af þessum vitlausu sem ekki vita en Ösp gefur eiginlega dálítið miklar vísbendingar svo að ég held að ég viti um hvað ræðir. Annars skil ég EKKERT í því hvers vegna þú vilt verða fullorðin. Ógeðslega leiðinlegt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: