Sarpur | 22:48

Gott að eiga góða að

27 Maí

Eftir að ég kvartaði yfir því að það væri ekkert í útvarpinu hérna í New Jersey nema Justin Timberlake þá tók litla systir málin í sínar hendur og sendi mér safndisk í bílinn með tónlist. Ég verð því ekki alveg út úr þegar ég kem heim í sumar, heldur með nýjan endurbættan tónlistarsmekk 😉 Þetta er frábær diskur og Guðrún fær mörg rokkprik í kladdann. Annars er hitarakablandan byrjuð og Geir þess vegna hress sem fress. Við fórum því á útsölur og keyptum viftur og útilegustóla. Úthverfalífið er svoooo skemmtilegt 😉 Sjálf er ég aðallega að svíkjast undan því að læra…