Sarpur | 5:39

Útilegustólarnir

29 Maí

Í dag var ógeðslega heitt inni hjá okkur en bara alveg passlegt úti svo að við ræktuðum okkar innri redneck og vígðum útilegustólana með sprite í dós og frosinni pizzu (vorum samt búin að þíða hana). Þetta þótti held ég fremur skrítið og vorum við litin hornauga af nokkrum nágrönnum og hópi franskra hlaupara sem voru allir berir að ofan. Við bentum bara á þá og hlógum. Þeir voru sjálfir asnalegir, berir að ofan úti að hlaupa í hóp. Því miður gleymdi ég að taka mynd af vígslunni (sorry Ösp). Þessi tilgangslausa saga var í boði þess að ég er að fara í ógeðslega leiðinlegt próf á morgun.