Fótafegurð er pain

1 Jún

Í dag tókst mér að fá blæðandi blöðrur á stærstu tærnar, minnstu tærnar, hælana og á iljarnar. Eina sem slapp var ristin. Ég lenti líka í hrókasamræðum við þýska konu í lestinni. Hún fór eiginlega óumbeðin á trúnó og hún sagði mér að hún hefði baðað sig nakin á Tenirife þar sem það var bannað. Sagði að þetta hefði verið rosakikk. Mig langaði ekkert að vita það. Hún sagði mér líka að hún hefði byrjað að lifa í mómentinu þegar hún varð þrítug. Held samt hún hafi varla verið eldri en þrjátíu og eins svo kannski er hún bara nýbyrjuð að lifa í mómentinu. Held að mómentalíf sé skemmtilegt og get því ekki beðið eftir því að verða þrítug.

Í gær varð ég samt ekki nema tuttugu og fimm. Mér til mikillar undrunar létu aldurskomplexarnir mig að mestu í friði nema þegar Sigrún Þöll bauð mig velkomna á seinni partinn milli tvítugs og þrítugs. Það var skerí. Geir var með dagskrá fyrir mestallan daginn og því var rosagaman og ég gleymdi því næstum hvað ég sakna allra mikið. Við fórum út að borða og í hádegismat OG í súkkulaðibúðina! Svo var ég einstaklega netfélagslynd og leyfði mér að hafa kveikt á msn/skype/googletalk næstum allan daginn (er í átaki sem felst í því að hafa slökkt á samskiptaforritum því ef það er kveikt þá læri ég ekki). Þakka góðar samræður og kveðjur 🙂 Er samt eiginlega laus við heimþrána þar sem ég keypti miða heim áðan. Kem 30. júní og fer 10. september svo ég kemst í gæsun, reunion, afmæli aldarinnar, brúðkaup og næ fæðingu litla frænda / litlu frænku Guðnýjar og Kiddason/dóttur (veit kynið en ætla ekki að skemma fyrir þeim sem ekki vita). Ég hef ekki verið jafnspennt fyrir barnsfæðingu síðan Guðrún Helga fæddist og er strax farin að skipuleggja hvernig ég næ að verða uppáhaldsfrænka. 

10 svör til “Fótafegurð er pain”

 1. Arnþór L. Arnarson Föstudagur, 1 júní 2007 kl. 12:18 #

  Gaman að því. Ég sá einmitt einhverja súlku vera að baða sig nakta í Tenerife fyrir bara ekki svo fáum mánuðum. Og ólíkt hugmyndum um strípifólk hverskonar þá var þessi nakta kona ákaflega fögur sjón. – Vildi bara skjóta því að. – Þetta var ekki svona sena þegar maður grípur fyrir augun eða lítur í hina áttina. En það væri auðvital mjög langsótt að þetta sé sama fagra kona. 😀

 2. Ösp Föstudagur, 1 júní 2007 kl. 14:50 #

  valla það er svo ekki living in the moment að ákveða það löngu fyrirfram að ætla einhvern tímann að gera það! djö hvað ég verð að taka ítarlegar hgmyndafræði hugleðislunnar ræðu aftur yfir þér stúlka, og já ég er hætt með aldurskomplexa, það er alveg gaman líka að væra svona frekar/næstum fullorðin, þetta var skammarræða;)

 3. Guðný Föstudagur, 1 júní 2007 kl. 19:50 #

  Þú hefur náttúrulega líka alveg meira en mánuð til að heilaþvo barnið áður en fæðist. Kemur bara á hverjum degi og talar við barnið svo hann/hún þekki nú röddina þegar hann/hún loksins hittir þig. Gott plan. annars vildi ég bara segja að það er alltaf gaman að lesa bloggið þitt 😀 heyrums og sjáumst bráðlega 😀

 4. Frida Föstudagur, 1 júní 2007 kl. 23:51 #

  til hamingju með afmæli, aðeins of seint, var samt búin að hugsa um þig allan maí mánuðinn því ég viss að þú áttir afmæli 30. Fyndið ætlaði svo að muna eftir þér 30 en nei örugglega eini dagurinn sem ég mundi ekki eftir þér, rosalegt maður, broskall, shift takkinn er bilaður. Ég næ kannksi að hitta á þig á meðan þú ert á landinu en það er samt líklegt að mín fari til USA einmitt þegar þú ert heima. funny funny funny. See u

 5. Brynja Laugardagur, 2 júní 2007 kl. 0:38 #

  Til hamingju með afmælið:D

 6. Valla Laugardagur, 2 júní 2007 kl. 3:46 #

  Ösp, þó þú fattir ekki húmorinn minn þarftu ekkert að skamma mig! 😉

 7. Ösp Laugardagur, 2 júní 2007 kl. 22:50 #

  húmor jeje, var að senda þér message á þessum þurra og leiðinlega facebook vef

 8. Guðný Laugardagur, 2 júní 2007 kl. 23:40 #

  hahahahah mér finnst þetta snilldar plan. Ég ætla að vera með þér í að lifa í mómentinu en ætla samt sem áður að nýta næstu 5 árin í að lifa eftir sjúku skipulagi og undirbúa mig 😉

 9. Freyja Sunnudagur, 3 júní 2007 kl. 20:46 #

  Ég vil bara taka það fram að ég hélt að ég hefði verið búin að skrifa komment hér á síðuna fyrir helgi til að óska þér til hamingju með afmælið því ég gleymi alltaf afmælum. En tæknilega komust skilaboðin augljóslega ekki til skila! Knús og kram smá seint!! Og til hamingju að vera ekki í komplexum, ég held ég verði það eftir 23 daga þegar sami sjúkdómur mun ná mér …

 10. Alma Miðvikudagur, 6 júní 2007 kl. 9:04 #

  Iss, lífið er miklu ljúfara á seinni hlutanum milli tvítugs og þrítugs (ég var næstum búin að skrifa þrítugs og fertugs, hjálp!). Ertu búin að plana allan ágústmánuð? Mig langar að drífa fólk í sumarbústað eða eitthvað svoleiðis…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: