Lestin er líf mitt

6 Jún

Í dag var maður með tvo litla kettlinga í lestinni og í gær voru Svíar sem vissu ekki að ég skildi (eiginlega) hvað þeir sögðu. Reyndar sögðu þeir ekkert merkilegt en samt. Það eru litlu hlutirnir sem halda í manni lífinu í prófatíð.

Síðustu dagar hafa verið snældubilaðir hvað varðar verkefnaskil og annað rugl og tókst mér t.d. að skila eyðublaði þar sem stóð: „the patient must have AT LEAST one foot“ (helst þrjá). Síðan drullaðist ég loksins til að tala við óhugnarlegasta prófessor í heimi um heimadæmaskil sem hann snuðaði mig um. Til að skilja þarf að gera sér grein fyrir að hann var í hernum og þar að auki hatar hann fólk sem spyr ekki spurninga og að ég spyr aldrei spurninga. Þannig að þegar ég byrjaði að babbla um að ég hefði sent honum milljón tölvupósta og ekki fengið svar spurði hann „Ok, whatever just tell me, WHAT IS THE PROBLEM?“ (lesist með mjög ógnandi röddu og hækkun í endann) þá stamaði ég: „Well, I’m just very nervous!“. Ó, Valgerður! Vissulega er það vandamál en kannski ekki það sem hann vildi vita. Karlinum þótti þetta samt svo fyndið að hann blíðkaðist allur upp og ætlar að plögga dæmin.

6 svör til “Lestin er líf mitt”

 1. Alma Miðvikudagur, 6 júní 2007 kl. 8:58 #

  Starfar hann við sálfræðiaðstoð eða geðlækningar? Þá hefði verið afar eðlilegt að leita til hans með taugaveiklunina…hahah 🙂

 2. bjarnheidur Miðvikudagur, 6 júní 2007 kl. 10:14 #

  Það var svei mér heppni í óheppninni að hann fór að hlæja 😛 Strætó var einmitt líf mitt í stúdentsprófunum í MR. Ímynda mér að lestin sé svona strætólífið í n-ta veldi (jiminn hvernig datt mér þessi samlíking í hug?!)

 3. Arnþór L. Arnarson Miðvikudagur, 6 júní 2007 kl. 12:20 #

  Svona gaurar eru nú flestir með mjúkan kjarna. En væntanlega þarf maður soldinn tíma til að komast í gegn um skelina. Þeir eru oft bara að prufa fólk, halda því á tánum, og sjá hvernig fólk er innréttað. Málið er, held ég, að taka „geltið“ ekki alvarlega; það hefur nákvæmlega enga merkingu, nema til að hrista aðeins upp í viðmælandanum. ( Hann er alveg áreiðanlega ekki eins „illur“ og hann virðist vera. )

 4. valla Miðvikudagur, 6 júní 2007 kl. 17:20 #

  Jah góður punktur Alma. Hann er með sérsvið í Neuroscience þannig kannski var þetta akkúrat maður til að tala við! Hann hefur skilið hvert einasta taugaboð og hormón sem olli þessum undarlegu viðbrögðum. Ég vissi reyndar að hann er með mjúkan kjarna og hefði talað við hann þó ég vissi að hann væri með kjarna úr stáli því ég ætla ekki að láta snuða mig en já, mæli ekki með svona svefnlaus á tómum maga.

 5. Ösp Föstudagur, 8 júní 2007 kl. 21:37 #

  iss hann hefur bara fallið fyrir því hvað þú ert sæt og mikil dúlla, fyndni er aukabreyta í þessu máli 😉

 6. Ösp Þriðjudagur, 26 júní 2007 kl. 22:23 #

  þú hlýtur nú að vera farin að eiga eitthvað líf utan lesta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: