Ég hefði ekki átt að lofa því í seinastu færslu að ég skyldi blogga meira þar sem ég get aldrei gert neitt ef það er skylda eða kvöð. Hér kemur þó upptalning í skeytastíl. Á laugardaginn gæsuðum við Heiðdísi og fokk hvað það var ótrúlega gaman. Ég hef aldrei gæsað áður og eiginlega varla farið í brúðkaup en nú hygst ég troða mér í þau flest. Gamanið var meira að segja það mikið að daginn eftir tók sig upp aftur ömurlegt kvef og því er ég búin að vera alveg raddlaus síðan á sunnudaginn. Viðbrögð fólks við hvísli eru mjög fyndin. Flestir byrja að hvísla með en sumir virðast þó telja að ég sé eitthvað pervert eða geðveik. Bjarta hliðin við kvefið er þó að sennilega næ ég Harry Potter markmiðinu (Alma, ég tek mogm tilboði þínu, búin með 5. bók og myndina og hálfa 6. bók). Ástæðan fyrir því að ég ætla að klára seinustu bækurnar í einum rykk er ekki að ég sé brjálaður aðdáandi heldur sú að viss fáviti kjaftaði endinum að 6. bók og það skal sko ekki koma fyrir aftur. Þegar ég er ekki að lesa Harry Potter er ég að eyða peningum á netinu. Skemmtilegt!
Sarpur | 18:05
Til persónunjósnara
Bý tímabundið í USA meðan ég reyni að klára doktorsnám í biomedical engineering við Drexel háskóla. Blogga stopult og vanalega ekki um neitt merkilegt.
Myndir
- An error has occurred; the feed is probably down. Try again later.
Leslisti – Eftir
3. Bréf til Láru
4. Góði dátinn Svejk
6. Fávitinn
7. Sálmar satans
8. Tídægra
9. Don Kíkóti
12. Anna Karenina
13. A Thousand Splendid Suns
14. Ritgerðasafn eftir Bertrand Russell
Leslisti – Í vinnslu
1. Heimsljós
Leslisti – Lokið
2. Karítas án titils
5. Guð hins smáa
10. On Beauty
11. Wicked
Sarpur
- júlí 2010
- febrúar 2009
- janúar 2009
- ágúst 2008
- júlí 2008
- maí 2008
- apríl 2008
- febrúar 2008
- desember 2007
- nóvember 2007
- október 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júlí 2005
- júní 2005
- maí 2005
- apríl 2005
- febrúar 2005
- janúar 2005
- desember 2004
- nóvember 2004
- október 2004
- september 2004
- september 2003
- ágúst 2003
- júlí 2003
- júní 2003
- maí 2003
- apríl 2003
- mars 2003
- janúar 2003
- desember 2002
- nóvember 2002
- október 2002