Ritstífla

18 Júl

Ég hefði ekki átt að lofa því í seinastu færslu að ég skyldi blogga meira þar sem ég get aldrei gert neitt ef það er skylda eða kvöð. Hér kemur þó upptalning í skeytastíl. Á laugardaginn gæsuðum við Heiðdísi og fokk hvað það var ótrúlega gaman. Ég hef aldrei gæsað áður og eiginlega varla farið í brúðkaup en nú hygst ég troða mér í þau flest. Gamanið var meira að segja það mikið að daginn eftir tók sig upp aftur ömurlegt kvef og því er ég búin að vera alveg raddlaus síðan á sunnudaginn. Viðbrögð fólks við hvísli eru mjög fyndin. Flestir byrja að hvísla með en sumir virðast þó telja að ég sé eitthvað pervert eða geðveik. Bjarta hliðin við kvefið er þó að sennilega næ ég Harry Potter markmiðinu (Alma, ég tek mogm tilboði þínu, búin með 5. bók og myndina og hálfa 6. bók). Ástæðan fyrir því að ég ætla að klára seinustu bækurnar í einum rykk er ekki að ég sé brjálaður aðdáandi heldur sú að viss fáviti kjaftaði endinum að 6. bók og það skal sko ekki koma fyrir aftur. Þegar ég er ekki að lesa Harry Potter er ég að eyða peningum á netinu. Skemmtilegt!

Auglýsingar

5 svör to “Ritstífla”

 1. Ösp Fimmtudagur, 19 júlí 2007 kl. 8:52 #

  ertu að eyða á amazon? sjett hvað ég er búin að eyða miklum pening þar í sumar, varðandi að troða sér í brúðkaup þá er spurning að búa til brúðkaup þ.e pressa á Ingu, hún er nú þegar komin með íbúð svo gifting ætti að vera lítið mál, ég er búin að finna formið og semja veislustjóraræðuna svo nú myndum við bara þrýstihóp 😉

 2. Alma Fimmtudagur, 19 júlí 2007 kl. 10:57 #

  Mér er einmitt aldrei boðið í brúðkaup. Held að vinir mínir séu aðeins of seinþroska í giftingarmálum. Ég stend við MogM-ið (hélt þú værir hæglæsari).

 3. Valla Fimmtudagur, 19 júlí 2007 kl. 14:16 #

  Ösp: já ég smitaðist örugglega af þér 😉 Líst vel á þrýstihópinn. Það hefur verið vaninn í þessum vinahóp að 2 þrýsti á/stríði 1 að þínu frumkvæði (sbr. ljóðaskrif og stríðni) svo ég ætla bara að vera fljót að skrá mig í þrýstihópinn svo að ég lendi ekki í þrýstingnum sjálf.

  Alma: Hef ekki haft neitt að gera nema vera kvefuð, það útskýrir hraðlesturinn.

 4. Ösp Sunnudagur, 22 júlí 2007 kl. 20:51 #

  hahahahaha þú ert fyndin, já mér líst á þetta, Inga er samt nokkuð föst fyrir samanber orðin sem hún lætur alltaf fylgja á eftir tilkynningunni um íbúðina. Hún er líklega ekki mjög mótanleg. Alma er kannski betri kandídat;) Svo reyndar er stutt í Sigrúnu. Ég íhuga þetta og kem með útdrátt á næsta fundi.

 5. Alma Mánudagur, 23 júlí 2007 kl. 10:32 #

  Djöfuls ljóta tal hér, ég er EKKI góður kandídat.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: