Sarpur | 14:43

Bækur

25 Júl

Það skemmtilegasta sem ég veit er að lesa. Lestur hefur aldrei verið mér kvöð (ef frá er talinn lestur skólabóka) og ég les að alltaf að minnsta kosti eina bók í mánuði. Eftir ágætisspjall við Ösp, sem að öðrum ólöstuðum er ein best lesna kona sem ég þekki, þá uppgötvaði ég að þrátt fyrir allan þennan lestur þá hef ég eiginlega ekki lesið neinar heimsbókmenntir, sárafá íslensk bókmenntaverk og enn færri fræðibækur. Hvað er ég eiginlega búin að vera lesa? Syrpuna? Ég held í þá von að eftir 50 ár verði bækurnar sem ég hef lesið orðin klassísk bókmenntaverk en einhvern veginn hálfpartinn efa ég það. Eftir þessar pælingar ákvað ég að setja saman leslista yfir bækur sem ég annaðhvort á og hef ekki lesið (til dæmis Don Kíkóta og Lord of the Rings), bækur sem ég hef alltaf ætlað að lesa en einhvern veginn alltaf gleymt þeim þegar ég fer á bókasafnið og velja svo kannski eitthvað úr blessuðum heimsbókmenntunum. En nú langar mig að biðja lesendur (líka þá sem lesa og aldrei kommenta og þá sem ég þekki ekki mikið) að koma með uppástungur að bókum og skrifa þær í kommentakerfið svo ég fái hugmyndir á listann. Plís plís plís skiljið eftir komment! Það verður svo miklu skemmtilegra ef svörunin er góð.