Klukkedíklukk

27 Júl

Var klukkuð af henni Bjarnheiði og þar sem hún efndi til kapphlaups meðal x-ara verð ég að svara með hraði. Hér koma því 8 lítt þekktar staðreyndir um mig (er það ekki annars pointið?) því miður ekki jafnítarlegar og hjá Bjarnheiði en ég vil nú ekki tapa.

1. Uppáhaldsbækurnar mínar í barnæsku voru Heimur í hnotskurn og Maðurinn. Svei mér þá ef þær eru ekki bara ennþá í nokkru uppáhaldi.

2. Ég sleppti því að lesa 4. bókina í Harry Potter seríunni því mér fannst hún svo leiðinleg. Gerði 3 tilraunir en gafst upp. Þetta seinkaði mér um 3 ár í Harry Potter lestri. Nú hef ég hins vegar klárað bókaflokkinn og líkaði vel.

 3.  Glenn Miller er í miklu uppáhaldi hjá mér, ekki margir yfir fimmtugt sem eru sammála en… Þessi áhugi varð reyndar til þess að systir mín fékk 10 í hlustun á tónmenntaprófi (segir hún) þar sem greyið heyrði tónlistina alltaf gegnum vegginn.

4. Þegar vel liggur á mér, er ég ágætis Owen Wilson eftirherma. Fer samt vanalega að flissa yfir eigin fyndni og eftirhermuhæfileikum svo að þessi eftirherma er sjaldséð.

5.  Ég kann ekki að sleppa höndum þegar ég hjóla. Ástæðan er sennilega sú að ég er skræfa og ekki með neitt súper-jafnvægisskyn. Samt aðallega skræfa.

6. Þegar ég var yngri fannst mér mömmó ótrúlega leiðinlegur leikur og vildi helst annaðhvort kubba eða vera í Barbie. Af einhverjum ástæðum fannst Barbie líka leiðinlegt í mömmó og vildi frekar halda ræður og fara í matarboð. Barbie áhuginn er horfinn en mér finnst ennþá gaman að kubba.

7. Ég er komin af dæmdum barnamorðingja í þráðbeinan karllegg (ef ég sjálf er frátalin að sjálfsögðu). Hann var tekinn af lífi og alles. Þetta er líklega ástæðan fyrir óeðlilegum áhuga mínum á bókum og sjónvarpsefni um morð og glæpi. Einhvern tímann ætla ég að rannsaka þetta morðmál ofan í kjölinn. Æfi mig fyrst í CSI leiknum sem ég fékk í afmælisgjöf fyrir nokkrum árum.

8. Blóðflokkur O-, gæti komið sér vel að sem flestir viti það ef eitthvað kemur upp á (þessi staðreynd er dálítið langsótt en ég er hugmyndasnauð)

 Klukka Geir, Ölmu, Freyju, Guðnýju og Rástu. Fyrst/-ur til að klára fær dýrindis strokleður.

6 svör til “Klukkedíklukk”

 1. Freyja Föstudagur, 27 júlí 2007 kl. 12:21 #

  ég vann, ég vann ég vann!! 🙂

 2. Alma Föstudagur, 27 júlí 2007 kl. 12:29 #

  Nanananaa ég fæ önnur verðlaun! (Valla sagði það). Eru þau ekki enn flottari en strokleður?

 3. Bjarnheidur Föstudagur, 27 júlí 2007 kl. 15:15 #

  vá! rosalega varstu fljót 😀 þú færð bók í verðlaun, á bara eftir að ákveða hverja…

 4. Ösp Laugardagur, 28 júlí 2007 kl. 1:10 #

  ég er í sjokki ég vissi ekki eitt af þessu! hvernig stendur á því að ég hef aldrei séð eftirhermuna?
  ps. ég myndi segja að þú þyrftir að setja talnaþrautabókina með
  i nr.1, þessa sem að dæmið kom úr í stærðfræðiprófinu í den.

 5. bjarnheidur Miðvikudagur, 1 ágúst 2007 kl. 23:07 #

  skrýtið… í googlepagesdótinu segir að hér sé ný færsla að nafni „þetta er prufa úr word“ en svo er ekki að finna nein merki þar um á síðunni!!!

 6. Ösp Þriðjudagur, 7 ágúst 2007 kl. 1:36 #

  á ekki að blogga smá fyrir fólk sem kann ekki að vera í fríi?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: