Sarpur | 12:19

Bækur II

8 Ágú

Mig langar að þakka þeim sem höfðu fyrir því að skrifa uppáhalds bækurnar sínar í kommentakerfið. Það var ótrúlega gaman að sjá hvaða bækur þið haldið upp á. Sumar þeirra hef ég lesið og líkaði vel en aðrar fara á langtímaplanið. Sjálf er ég búin að taka saman og setja hér í hliðargaurinn lista af 14 bókum sem ég ætla að lesa innan árs. Listinn litast dálítið af því hvað ég/Geir/foreldrar mínir eiga en ég held samt að hann sé killer góður! (vonandi skánar málfar mitt við lesturinn) 

Nú svo þar sem ég hef tekið eftir því að eiginlega öll umferð leitarvéla á síðuna er nú tengd bókum og var þar að auki í fríi í morgun tók ég saman lista yfir bækurnar sem þið mælduð með. Enjoy!  

Bókalisti frá lesendum Sagna úr úthverfi 

Ragnheiður:
• Góði dátinn Svejk
• Grískar bókmenntir
• Wicked eftir Gregory Maguire
• Son of a Witch eftir Gregory Maguire 

Guðný:
• Á hverfanda hveli
• Harry potter
• Anna Karenina eftir Lev Tolstoj
• Bækur eftir Arnald Indriðason
• Bækur eftir James Patterson
• Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Mark Haddon
• Dexter bækurnar eftir Jeff Lindsay. 

Geir:
• Dýrabær
• Birtíngur
• Egla
• Ritgerðir og bækur eftir Bertrand Russell 

Alma:
• Don Kíkóti
• Bækur eftir Auði Haralds
• Bækur eftir Sue Townsend
• Bækur eftir Kristínu Marju Baldursdóttur
• A Thousand Splendid Suns eftir Khaleid Hosseini 

Davíð (grunar mig):
• Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Mark Haddon
• Brave New World 

Arnþór:
• Bækur eftir Halldór Laxness
• Bækur eftir Þórberg Þórðarson
• Bækur eftir Knut Hamsun hinn norska og þá helst Pan og Gróður jarðar
• Þúsund og ein nótt
• Bækur eftir Dostojevskí
• Bækur eftir Tolstoj og þá helst Stríð og frið
• Bækur eftir Salman Rushdie og þá helst Miðnæturbörnin.

Freyja:
• Bækur eftir Elsebeth Egholm
• Män som hatar kvinnor eftir Stige Larsson 

Bjarnheiður:
• Bækur eftir Kristínu Marju þá helst Karítas án titils
• Bækur eftir Jón Kalman Stefánsson
• Bækur eftir Þórberg Þórðarson
• Bækur eftir Þórarinn Eldjárn
• Tídægra eftir Boccaccio (miðaldaskemmtisögur frá Ítalíu)
• Herra Íbrahím og blóm kóransins eftir Eric Emmanuel-Schmitt (og allar bækurnar í þríleiknum)
• Amrita og fleiri eftir Banana Yoshimoto,
• Sagan af Pí eftir Yann Martel,
• Rússadiskó eftir Wladimir Kaminer (best að lesa hana á þýsku)
• Bækur eftir Haruki Murakami.
• Gullmola-fræðiritið Ljóðhús eftir Þorstein Þorsteinsson um skáldskap Sigfúsar Daðasonar og skáldsöguna
• Dauðinn og mörgæsin eftir Andrej Kúrkov
• Þjóðsögur Jóns Árnasonar