Sarpur | 13:13

Auglýsing: Hefur þú rekist á máltilfinningu Valgerðar?

28 Ágú

Fyrir um ári síðan flúði Valgerður land en varð þá fyrir þeirri ólukku að máltilfinning hennar tapaðist – sennilega hér á Íslandi frekar en í Bandaríkjunum. Við viljum því biðja alla – ferðalanga á leið til Bandaríkjanna sem og heimakæra Íslendinga að hafa augu, eyru og… önnur skynfæri opin þar sem þetta mun hafa verið mikill missir fyrir Valgerði sem og þá sem þurfa að standa í því veseni að eiga í reglulegum samskiptum við hana.

 Velunnarar Valgerðar