Auglýsing: Hefur þú rekist á máltilfinningu Valgerðar?

28 Ágú

Fyrir um ári síðan flúði Valgerður land en varð þá fyrir þeirri ólukku að máltilfinning hennar tapaðist – sennilega hér á Íslandi frekar en í Bandaríkjunum. Við viljum því biðja alla – ferðalanga á leið til Bandaríkjanna sem og heimakæra Íslendinga að hafa augu, eyru og… önnur skynfæri opin þar sem þetta mun hafa verið mikill missir fyrir Valgerði sem og þá sem þurfa að standa í því veseni að eiga í reglulegum samskiptum við hana.

 Velunnarar Valgerðar

5 svör til “Auglýsing: Hefur þú rekist á máltilfinningu Valgerðar?”

  1. Ásdís Þriðjudagur, 28 ágúst 2007 kl. 17:01 #

    hehe ef þú finnur máltilfinninguna þína, gáðu þá hvort mín sé e-rs staðr nálægt;)

  2. Ösp Þriðjudagur, 28 ágúst 2007 kl. 22:12 #

    það er ekker að máltifinningunni þinni, þú talar hreina og tæra íslensku á fallegan hátt, ekkert rugl

  3. bjarnheidur Þriðjudagur, 28 ágúst 2007 kl. 22:39 #

    já blessuð vertu! hún hleypur smá í felur þegar maður er þreyttur og lætur mann eltast við sig marga hringi í kollinum þegar sest er við skriftir… en þetta kemur allt aftur. ég hef alla vega litlar áhyggjur af því að hún sé horfin til frambúðar!

  4. Guðrún Helga Laugardagur, 1 september 2007 kl. 14:18 #

    Hún er ekkert týnd,
    Ég fann hana inni hjá mér.
    Hún leiðréttir mig daglega. 🙂

  5. Arnþór L. Arnarson Miðvikudagur, 5 september 2007 kl. 19:58 #

    Blessuð, þú talar bara miklu flottar þegar þú hefur glatað allri tilfinningu fyrir íslensku máli.

    Hvers vegna að vera að dröslast með heimalagaðar máltilfinningar, þegar þú getur flutt þær inn með mygluðum osti eða Hersley súkkulaði. Það þarf sko ekki að borga toll af svoleiðis. – Er þetta ekki það sem þeir kalla hnattvæðingu?

    Áttu góðan dag!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: