Sarpur | 23:54

Valgerður.is

29 Ágú

Þetta er ótrúlega fyndið: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1288279 . Kannski ég ætti að fá mér www.valgerður.is og stæla frú Valgerði Sverrisdóttur? Hún hefur lengi verið með lénið www.valgerdur.is. Það er samt svo margt sem mælir á móti því. Í fyrsta lagið get ég alls ekki verið svona fierce á svipinn, í öðru lagi er ég mjög viðkvæm fyrir því að vera kölluð frú Valgerður (þó það gerist asnalega oft) og síðast en ekki síst myndu ónefndir og ófyndnir aðilar gera mig vitlausa með framsóknarbröndurum. En jámm, fyndin pæling.