Undur og stórmerki, ég er á lífi og meira að segja nokkuð hress ef frá eru taldar harðsperrur í vinstra læri. Það er búið að vera (og er enn) mjööög mikið að gera. Skemmtilegast var að fá Ösp í heimsókn og fara með henni til New York þar sem við sameinuðum krafta okkar og matarást. Þessi kræsingaferð verður seint toppuð að miklu leyti þökk sé Ragnheiði Helgu en hún er einn besti gestgjafi sem sögur fara af. Leiðinlegast var að fara að heiman þó að það hafi líka verið mjög gaman að koma út. Þessi togstreita fylgir víst. Finnst sárast að missa af Airwaves tónleikunum hjá Guðrúnu Helgu 😦 Svo er skólinn kominn í gang og þar fyrir utan erum við Geir byrjuð í tennis (=> harðsperrur í vinstra læri) ásamt því að ég skellti mér á teikninámskeið til að rifja upp gamla takta frá því í 10. bekk.
6 svör til “Tilkynningarskyldan…”
Færðu inn athugasemd Hætta við svar
Til persónunjósnara
Bý tímabundið í USA meðan ég reyni að klára doktorsnám í biomedical engineering við Drexel háskóla. Blogga stopult og vanalega ekki um neitt merkilegt.
Myndir
- An error has occurred; the feed is probably down. Try again later.
Leslisti – Eftir
3. Bréf til Láru
4. Góði dátinn Svejk
6. Fávitinn
7. Sálmar satans
8. Tídægra
9. Don Kíkóti
12. Anna Karenina
13. A Thousand Splendid Suns
14. Ritgerðasafn eftir Bertrand Russell
Leslisti – Í vinnslu
1. Heimsljós
Leslisti – Lokið
2. Karítas án titils
5. Guð hins smáa
10. On Beauty
11. Wicked
Sarpur
- júlí 2010
- febrúar 2009
- janúar 2009
- ágúst 2008
- júlí 2008
- maí 2008
- apríl 2008
- febrúar 2008
- desember 2007
- nóvember 2007
- október 2007
- ágúst 2007
- júlí 2007
- júní 2007
- maí 2007
- apríl 2007
- mars 2007
- febrúar 2007
- janúar 2007
- desember 2006
- nóvember 2006
- október 2006
- september 2006
- ágúst 2006
- júlí 2006
- júní 2006
- maí 2006
- apríl 2006
- mars 2006
- febrúar 2006
- janúar 2006
- desember 2005
- nóvember 2005
- október 2005
- september 2005
- ágúst 2005
- júlí 2005
- júní 2005
- maí 2005
- apríl 2005
- febrúar 2005
- janúar 2005
- desember 2004
- nóvember 2004
- október 2004
- september 2004
- september 2003
- ágúst 2003
- júlí 2003
- júní 2003
- maí 2003
- apríl 2003
- mars 2003
- janúar 2003
- desember 2002
- nóvember 2002
- október 2002
nú fer maður bara hjá sér… en hvað bara harðsperrur í vinstra læri, þú hefur ekki reynt nógu mikið á þig – á maður ekki að fá harðsperrur út um allt? 😉
Hey! Ég er ýkt stolt af þér að fara í tennis og teikninámskeið. Þú verður á Airwaves í anda ! Getur skellt þér í gufubað beint eftir tennis æfingu, þetta verður eflaust eitthvað svipað! OG við tökum allt upp, og þá færðu á sjá vidjó á netinu eða um jólin. Svo sendi ég þér diskinn eins fljótt og hægt er, þetta verður bara alveg eins og þú sért hér!
Ég er einnig mjög ánægð með að þú skyldir blogga 🙂
hehe ég fæ líka alltaf svona skrýtnar harðsperrur bara í hægri upphandlegg eða eitthvað svoleiðis!!! sammála með bloggið, gaman að sjá nýja færslu og gangi þér rosavel með allt sem er í gangi!
Ætlaði bara að kvitta fyrir komuna, kem alltaf til að forvitanst um hvað þú ert að gera. Bara rosa dugleg í tennis 🙂
loksins blogg:) vona að þú sért betri í tennis en ég, vinur minn reyndi að kenna mér einu sinni en hefur aldrei boðist til að gera það aftur (held að ástæðan sé hvað það týndust margir boltar!).
já gestgjafamennskan var alveg í hæsta gæðaflokki, heyrðu ég skal bara taka út tónleikana fyrir þig 😉 er reyndar að treysta á að árni gefi mér passa sem er alls ekki 100% svo æji, redda allavegana einhverjum til að lýsa stemmernum:)
skemmtilegt hvað matarást mín er nefnd í öllum færslum tengdum ferðalaginu hahaha,
ánægð líka með tennisdæmið það er eighties 😉
hafðu það gott