Jól og plögg

14 Okt

Síðustu daga hef ég verið í brjáluðu jólastuði. Hvað veldur veit ég ekki þar sem það er 19°C og sól. Kannski er ég bara svona náin IKEA að jólin koma á sama tíma hjá mér og IKEA jafnvel þó ég hafi ekki farið í IKEA í nokkrar vikur 😉

Svo langar mig að plögga Naflakusk, hljómsveitina hennar Guðrúnar Helgu. Þau spila á GrandRokk á miðvikudaginn kl. 22.30 þannig að ef þið eigið Airwaves passa lesendur góðir, þá drífið ykkur! Uppáhaldslagið mitt er MADS (sjá www.myspace.com/naflakusk) og ef þið þurfið útskýringar á textanum þá sendið mér póst.

7 svör til “Jól og plögg”

 1. Arnþór L. Arnarson Sunnudagur, 14 október 2007 kl. 20:52 #

  Þú ert víst ekki ein um þetta. Mamma er til dæmis svona og ég er svona kannski annað hvert ár. Einhvern tíma um haustið fær maður svona jólaflugu í höfuðið og svo ferðast hún niður í maga og kannski kitlar mann soldið í hjartaræturnar. En hey! Maður kannast sem sagt við þetta. 😉

 2. Guðrún Helga Sunnudagur, 14 október 2007 kl. 22:13 #

  Já þetta gerðist líka hjá mér á fimmtudaginn. Ég sat á söng æfingu og allt í einu var ég að syngja jólalög ásamt öðrum. Það var ekkert á dagskrá og ég byrjaði að þrá snjó, ég á samt pottþétt eftir að bölva honum þegar hann kemur.
  Hlaut að vera að jólin væru komin í IKEA..

 3. Ásdís Sunnudagur, 14 október 2007 kl. 23:20 #

  ég vil fá útskýringu;)

 4. Ragna Mánudagur, 15 október 2007 kl. 19:05 #

  Ég get staðfest að jólin eru komin í IKEA. Kíkti þangað á mánudaginn fyrir viku…

 5. Ösp Mánudagur, 15 október 2007 kl. 23:49 #

  heyrðu börnin mín voru einmitt að blasta jólalögin í dag, milli þess sem þau hlustuðu á rappara níða niður konur, töff

 6. Alma Miðvikudagur, 17 október 2007 kl. 12:46 #

  Ég ætla að vera fremst í hópi aðdáenda á Grand Rokk í kvöld. Ég væri til í útskýringu, takk 🙂

 7. Ösp Föstudagur, 19 október 2007 kl. 15:22 #

  já ég frétti lika að hún hefði verið með hrikalega töff armband sem einhver smekkona keypti í Ameríku 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: